Sæl
Ég ætla nú ekki að byrja þessa grein með því að hlaða bálköst eða syngja sálma :)
Spurninginn sem ég legg fram er ,hver er munurinn á Dulspeki(Occult) og vísinum(Science)?
Í upphafi mannkynsögunnar var það sem kallað er Dulspeki(Occult) eða kukl á góðri íslensku í því sessi sem vísindinn eru í dag. Þeas þau nutu almennar virðingar innan samfélagsins og voru samþykkt leið til lækninga og að friða guð/guðina. Samfélagið horfði á töfralækninn og hann reddaði málunum, ef hann klikkaði þá var það vilji guðs/guðanna og þeir voru reiðir.
Síðar fer mankynið að búa til harðari reglur til þeirra sem fylgdu guðunum. Allir vilja gera guðina ánægða ekki satt… En síðar hafnaði þessi hópur algjörlega dulspeki og vísindum. Þau voru tengd við hið dýrslega eðli mannsins einhvað sem átti að bæla niður. Mannkynið átti að vera siðmenntað fara reglulega í bað og svona…
Spænskir rannsóknarréttir brenna fólk til þess að hreinsa þjóðfélagið og gera guð sáttan…
Seinna meir fara vísindinn að vaxa, en enn og aftur kemur kirkjan inn í vísindinn. Og segir heyrðu þerra er flott kenning og allt það en hérna þú mannst hvað stendur í biblíunni. Td var Galileo lokaður inní í stofufangelsi allt sitt líf vegna þess að kenning hans um að jörðinn væri hnöttótt var í skörn við skoðannir kirkjunnnar… Á meðan íslam tók vísindum opnum örmum reyndi kirkjan að stjórna vísindum á sama hátt og kirkjan hafði stjórnað dulspeki.
Nú í dag eru vísindinn frjáls frá hlekkjum kirkjunnar og eru vísindinn meira virt en dulspeki. Með tilkomu sterkara heilbrigðiskerfis er óþarfi að leita til Nonna Töfralæknis heldur er hægt að fara til læknis sem hefur lokið átta ára læknisnámi.
Lífslengd í hinum vestræna heimi hefur aukist og dimmt ský miðalda er minning ein.
Ég var sjálfur með mikinn áhuga á Occult í nokkur ár en vandamálið er að ég fann enginn svör, aðeins stórt svart hol.
Á hinn bóginn byggja vísindin á kenningum sem hafa verið setta fram áður. Þau byggja á kerfi sem miðar að því að nota rannsóknir til þess að geta myndað kenningu. Því auðveldara sem það er að geta falsað kenningu því sterkari verða vísindinn. Vegna þess að kenning sem hægt er að falsa getur aðeins orðið sterkari.
Þetta method er kallað falsificionism og er víst ekki hægt að nota í dulspeki. Þeas ef ég segi að Guð er geit þá er enginn með dulspeki aðferðum sem gæti afsannað það að guð sé geit… Og væri í raun frekar erfitt að ómögulegt með vísndum líka.
Hinsvegar ef ég segi að eitt kíló af gulli hafi meiri eðlis þyngd en eitt kíló af silfi er mjög auðvelt að sanna það með vísindalegum aðferðum.
Þannig að niðurstaða mín er samkvæmt þessum pælinum er að vísndinn hafi framleitt niðurstöður á meðan dulspeki(Occult), mystík, hjátrú og hefðir(þjóðhættir) hafa engar niðurstöður að sína í samanburði við vísindinn.