Núna er kominn tími á að við öll róum okkur.
Það er staðreynd lífsins að fólk hefur mismunandi skoðanir á hlutum, mismunandi trú og reynslu.
Hér undanfarið hafa verið ansi ,,heitar\" umræður við ýmsar greinar og hafa mörg orð verin láta falla sem ekki eru beinlínis kurteis samskipti.
Það er nauðsynlegt að fólk beri virðingu fyrir skoðunum annara þótt að það sé ekki endilega samþykkt þeim. Það er einnig tilgangslaust að vera rífast hér yfir skoðunum annara. Ef þið viljið svara greinum með ykkar skoðunum, gerið það þá á kurteisan hátt og með virðingu. Við stjórnendur hér á Dulspeki viljum ekki sjá hérna skítkast, rifrildi, slæmann móral eða predikanir sem upphefja eina trú/skoðun á kostnað annara.
Við munum hér eftir vera ófeimin við að grípa fram í greinum, eyða svörum og áminna fólk hér ef það getur ekki farið eftir þessum einföldu reglum. Ég minni ykkur á að við ítrekuð brot er kominn grundvöllur fyrir banni frá Huga.is
Góð regla sem ég hef oft tamið mér er þessi, þegar ég er búinn að skrifa svar, þá bíð ég jafnan í mínútu eða svo, hugsa þetta betur, les svar mitt yfir og oftar en ekki hætti ég við að svara. If you don´t have anything nice to say, then don´t say anything at all.
Með kveðju fyrir hönd stjórnenda á www.hugi.is/dulspeki,
Icez og divaa