Dulspeki fræga fólksins. Er tilviljun hver er frægur og hver ekki?

Getur verið að frægasta fólkið endurfæðist og verði aftur frægt?

Eigi auðveldara með að verða frægt afþví það var frægt áður?

Getur verið að venjulega svala fólkið sem allir taka sér til fyrirmyndar sé öðruvísi en aðrir, kannski snargalið að áliti margra?

Og getur verið að þeir sem stunda dulspeki gangi betur en öðrum?

Hugsum um líf einnar konu sem dæmi:

Deilt er um ágæti tónlistar Madonnu. Hún er lágvaxin og alls ekki með vaxtarlag ofurfyrirsætu, en hins vegar hefur andlit hennar verið líkt við forn-rómverskar styttur og andlit Marilyn Monroe og þykir í raun og veru fallegt. Hún hefur ekki mikla rödd og er illa menntuð í tónlist.

Þrátt fyrir allt þetta er Madonna kölluð “poppdrottningin” og hefur notið meiri frægðar en nokkur önnur poppsöngkona.
Frægð hennar er mikil ráðgáta og er rakin til undarlegs styrks og útgeislunar sem hún býr yfir og veldur því að hún hefur náð mikið lengra en hæfileikaríkara fólk og billjónir manns heillast af henni án þess að geta útskírt afhverju því það er sjaldnast tónlistin sjálf sem heillar og því næstum eins og um galdra sé að ræða sem hrekja fólk í leiðslu út í búð að kaupa diskana hennar og á tónleika með henni.

Madonna ólst upp í strengsta formi af kaþólsku við mikinn aga föðurs síns, en móðir hennar dó ung að aldri. Hún var besti námsmaðurinn í skólanum sínum og var líka klappstýra og æfði ballett. Þrátt fyrir þetta hneykslaði hún snemma fólk með framkomu sinni og uppreisnargjörnu eðli og það var eitthvað “öðruvísi” við hana svo mjög að hún naut jafnvel mjög lítillar hylli hins kynsins í skóla þrátt fyrir útlit sitt og kyssti ekki strák fyrir en hún varð að verða tvítug. Henni er lýst þannig að hún mjög “öðruvísi”, þó hún væri um leið heillandi, mjög fráhrindandi og einstaklega heillandi og aðlaðandi í einu.

Madonna var óhamingjusöm heima á ástlausu, ströngu heimili og þegar hún var komin eitthvað yfir tvítugt strauk hún að heiman til New York og reyndi með vonlausum árangri að verða dansari, en hún þótti ekki hæfileikarík á því sviði. Hún var oft mjög fátæk og svaf þegar verst var á götunni og fátæktin leiddi hana út í að sitja fyrir á nektarmyndum, strangkaþólskum föður hennar til mikils ama.

Eftir þetta erfiðatímabil hitti hún stuttu seinna í New York hún fyrsta alvöru kærastan sinn. Þetta var rokkari og gyðingur sem bjó í gamalli, yfirgefinni synagógu þar sem hljómsveitin hans æfði, og þessi synagóga var fyrsta almennilega heimilið hennar í New York, en þegar verst var fyrir þann tíma hafði hún sofið á götunni þar og einu sinni verið nauðgað. Áður en hún hitti hann hafði hún ekki hugmynd um að hún gæti sungið og aldrei fengið hrós fyrir það fyrr en hann benti henni á að hún gæti þetta og þá útgeislun sem hún bjó yfir. Hann hvatti hana til að verða söngkonan í hljómsveitinni sinni og hún gerði þetta en fyrir þann tíma hafði hún aldrei hugleitt að leggja tónlist fyrir sig.


Madonnu var seinna boðið tækifæri í Evrópu og þurfti að velja milli þess og kærastans og valdi frama frekar en ást þrátt fyrir að enginn hefði reynst henni betur en þessi kærasti hennar og án hans hefði hún aldrei farið út í að syngja. Ekkert gekk upp í Evrópu og hún hefði því betur sleppt því, því við tók fjöldi ára af misheppnuðum ástarsamböndum við ýmsa fræga menn, poppstjörnur, leikara og myndlistarmenn, oft svartir menn sem hún hreifst mikið af á tíma, áður en hún loksins um fertugt fann bretan Guy Richie og giftist honum.

Madonna er ein allra frægasta manneskja sem til hefur verið en þó var hún að eigin sögn óhamingjusöm mestan part æfi sinnar þar til síðustu árin og þakkir hún það góðu hjónabandi, barneignum en fyrst og fremst þó dulspekiiðkunum sínum.

Madonna sagði skilið við kaþólska trú um það leiti sem hún hitti kærastan sinn en duflaði aðeins við ýmis konar nýöld við og við. Nú hefur hún hins vegar snúið sér heilshugar að kabbalah sem er mystísk túlkun gyðinga á Biblíunni, en þessi fræði eru mjög flókin og hafa þeir sem hafa lært þau áratugum saman oft ekki komist til botns í þeim. Madonna fær oft í viku heim til sín rebbe, sem er það sama og rabbíi, það er prestur í gyðingatrú, þó eru rebbear dulspekisinnaðri en rabbíar og vegna iðkunar sinnar í kabbalah búa þeir oft yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, og sumir þeirra geta svipað og miðlar, sem þeir þó fordæma og álíta guðlastara, vitað margt um fólk sem þeir ættu ekki að geta vitað og séð fram og aftur í tíman.

Madonna stundar einnig yoga daglega og daðrar við hindúisma.

Það er skrýtin staðreynd að þó Madonna sé nokkurs konar ímynd hinnar venjulegu konu og hvernig hún eigi að vera og hafi verið ein af helstu fyrirmyndum hennar í áratugi þá er Madonna sjálf í raun er afar einkennileg manneskja. Hún var á lengi sannfærð um að hún hefði verið Marilyn Monroe í fyrra lífi og talið er að áhugi hennar á gyðingdómi á seinni árum tengist þráhyggju hennar varðandi Marilyn Monroe, því Marilyn Monroe gerðist gyðingur á sínum tíma talsvert fyrir þann tíma sem hún var myrt á laun að því er talið er vegna ástarsamband síns við Bandaríkjaforseta. Madonna keypti á sínum tíma hús sem Marilyn Monroe hafði átt í fyrra lífi, eftir að hafa gert tilraunir til að líkjast henni sem mest í útliti og taka upp klæðaburð hennar og málningarstíl um tíma.

Í nýrri myndböndum Madonnu má fyrir þá sem þekkja til greina ýmsar tilvitnanir í dulspeki, og í myndbandinu við “Die an other day” hefur hún tattoo á hebresku, sem reittu gyðinga einstaklega mikið þar sem siður þeirra bannar tattoo, og Madonna þótti sína óvirðingu við sið gyðinga, sem væri ennþá grófari móðgun vegna þess að hún er ekki gyðingur sjálf.
Hún hefur líka komið fram fáklædd með ýmis hindúatákn og reitt hindúa með því enn meira reiði en gyðingana, þar sem hindúar klæða sig almennt siðsamlega og ræða ekki kynlíf við aðra, ólíkt hinni opinskáu Madonnu.

Plata Madonnu Ray of Light var að sögn hennar innblásin af kabbalah fræðunum en sú plata þykir sú besta sem hún hefur gert, og mestu hatursmenn hennar gáfu þeirri plötu góða dóma.

Hún er ímynd hinnar heimsku ljósku holdi klædd og hefur því oft orðið fyrir barðinu á hatursfullum feministum, þó hún eigi líka aðdáendur í þeirra röðum, en þó er hún með afburðargreind og er í klúbbi fyrir allra ofurgreint fólk sem er meðal annars skipaður ýmsum frægum vísindamönnum og fólki frægt fyrir ólíkt virtari hluti en poppsöng.

Hún er fyrirmynd hinnar venjulegu konu og það þykir oft merki um ósjálfstæði og að vera ofurseldur vissum samfélagsgildum að vera aðdáandi hennar,en hún er sjálf alls ekki venjuleg heldur rugludallur sem heldur hún hafi verið Marilyn Monroe í öðru lífi og stúderar kabbalah, sem eru þykja flókin og undarleg fræði og sagt er að margir sem læra þau of vel verði geðveikir því þeir ráði ekki við álagið.

Þó hún þyki með hæfileikaminni tónlistarmönnum og rödd hennar ekki mikil þá er hún einhver frægasti og mest seldi tónlistarmaður sem til hefur verið.

Með öðrum orðum er Madonna allt sem hún lítur ekki út fyrir að vera, gáfnaljós í dulargerfi ljósku, furðufugl sem sumir myndu kalla hreinlega brjálæða í dulargerfi fyrirmyndar allra sem vilja vera svalir og venjulegir, og allt sem hún ætti ekki að vera hæfileikalaus tónlistarmaður sem er frægusta poppsöngkona allra tíma.

Hver Madonna raunverulega er veit enginn en velgengni hennar þykir með það mikið einsdæmi að sumir tala um að ástæður hennar geti ekki verið með öllu náttúrulegar, hvað þá eðlilegar.


Hvað haldið þið?
Hver er Madonna?
Afhverju er hún fræg?

Er hún klikkuð eða ekki?

Gerir dulspeki suma fræga og ríka?


Mér þætti gaman að sjá líflegar umræður um þetta heita mál.

Stundar þú dulspeki?

Fór þér að ganga betur?

Er öll dulspeki jafn æskileg til velgengni?