ég hef verið að velta þessu fyiri mér hvað var það í raun og veru sem fékk fólk til þess að vera að “galdra”.
ok. segjum sem svo að þú sért fátækur bóndasonur einhverstaðar í afdölum. Þú sækjir kirkju eins og flestir aðrir og þar er presturinn að tala um hversu heitt er í helviti og þar er endalaus eldur. Er þetta ekki bara það sem fólk vildi. svo fer hann að tala um það sem hægt er að gera með svo kölluðum rúnum og galdrastöfum. Að maður getur drepið einhverja með þessu, þá hlýtur fólk að átta sig á því að það sé hægt að gera uppskeru betri og svo framvegis. Svo þegar þú ert kominn út úr kirkjunni hugsar þetta alla heimleiðinna. Einn dag þegar það er slæmt veður og kannski er mamma þín að deyja úr hungri og kvefi, myndi maður ekki prufa þetta, myndi maður ekki prufa að galdra og reyna að bjarga mömmu sinni. Þú tekur skóna þína (sem eru úr leðri) krussar e-ð á þá, það var líka vinsælt að fara með einhverja vísu . þetta gerir þú og mamma þín er svo fáfróð að hún trúir því að þetta lækni hana (hún er ekkert fróðari en fólkið sem trúði því að hægt væri að breyta vatni í vín). og viti menn hún læknast. þá ferðu að gera þetta oftar og ofar, og áður en þú veist af þá ertu brennandi bundinn við trédrumb.

svona held ég að fólk hafi byrjað að galdra

kv. Dr FiltH
“When all are one and one is all”- '