Hefur einhver hér lesið bullbókina miklu Bilbíuna með því hugarfari að ALLT hafi verið ritskoðað ofan í ritskoðun og að þetta séu nú ekki sömu sögur og voru skrifaðar á sínum tíma.
Snákurinn gabbaði Evu til þess að neyta eplis og Eve fór þá og fékk Adam til að éta líka, þá misstu þau sakleysi sitt og var hent úr garði guðs, BULL.
Gerum okkur það að við höfum verið smíðuð af svokölluðum geimverum, og að þegar það er talað um snákinn þá sé verið að meina það að snákurinn sé maður og að það hafi ekki verið neitt epli.
Snákurinn kom að Evu og dró hana á tálar (gaf henni bita af epli), henni líkaði þessi nýja reynsla og fór beint til Adam og kenndi honum kúnstir kynlífs, þá opnuðust þeim nýjar tilfinningar, þar á meðal blygðun sem sést þegar Guð(geimvera) kom að þeim og þau földu sig á bakvið runna til að skýla nekt sinni, þeim var kastað úr Garði(geimskip) Guðs(geimvera) fyrir að óhlýðnast skipunum um að borða ekki af eplinu(kynlíf).
Það er skrifað að Guð hafi svæft Adam til að taka úr honum rifbein til geta skapað Evu, hvaða bull er það, Guð hinn almáttugi ætti ekki að þurfa rifbein frá Adam til að skapa honum konu, hann átti að geta það með hugsun einni, ekki satt??? En ef Guð er geimvera og þurfti þetta rifbein til að vera með lífssýni og breyta smá DNA til að geta ræktað Evu.
Það eru myndir í hellum sem eru tug þúsund ára gamlar sem sýna mannverur í einskonar diskum eða vögnum fljúgandi um himininn, fólk er enn í dag áð sjá UFO.
Hvað ef Garður Guðs og Hinmaríki sé tunglið ??
Geimverurnar komu alltaf frá himnum ofan og þar með kom sagan um Himnaríki, það sem SANNAR að Tunglið sé geimskip er það að Tunglið snýst ekki, það bara er þarna, allt í geimnum snýst til að halda stefnu sinni, en ekki Tunglið, þess vegna er talað um dark side of the moon.
En þetta er bara brot af lygum sem hafa verið mataðar fólkinu til tímanns í dag, Biblían hefur verið ritskoðuð og henni breytt eftir því sem þurfti, árið 1642 var það TEKIÐ ÚR bíblíunni að það væri líf eftir dauðann og því BÆTT INN að það væri eitthvað Helvíti sem fólk færi í ef það þóknaðist ekki Guði.
Trúarbrögð hafa nær frá upphafi verið eitt form af kúgun, þar sem menn þykjast vera handbendi Guðs hér á Jörðinni og þeirra orð séu orð Guðs, þetta á við um NÆR öll trúarbrögð. Kristni trú er ein sú spilltasta sem hefur verið iðkuð, flest allir sem komið hafa fram með nýjar hugmyndir og kenningar hér á öldum fyrr hafa verið brenndir, hengdir, drekkt, pyntaðir, fangelsaðir eða gerðir útlægir, og það er talað um að tími Dýrsins sé að koma, tíma dýrsin er að ljúka og honum mun ljúka með látum.
Opnið huga ykkar og leitið sannleika vegna þess að ekki fyrr munu þið fá að vita neitt, um leið og fordómar og eigingirni hverfa frá munu þið geta séð heildarmyndina.
Ps. Draumar eru leið okkar til að nálgast “kennara” á æðri sviðum, bæði til að miðla reynslu og taka við ráðum sem síast til okkar í daglega lífinu, þeir sem ekki muna drauma sína vilja ekki sjá hverju þarf að breyta, eða eru of hræddir við það sem þarf að takast á við, við erum jú hér til að afla okkur reynslu er það ekki.