Ég hef alveg brennandi áhuga á öllu sem er kallað dulræn fyrirbrigði, hvors sem um er að ræða heilun, miðlun, spár,drauma, og allt sem kemur nálægt því sem við getur ekki sannað eða haft áhrif á…
Ég hef lesið mér mikið um þetta allt saman, og er jafnframt ´pínu næm´ og hef dreymt fyrir hlutum í lífi mínu..
En hvernig veit ég fyrir víst að þetta séu ekki bara tilviljanir?
Þó svo ég fái hnút í magann rétt áður en einhver hringir eða kemur, eða dreymi um ákveðinn hlut sem síðan rætist stuttu seinna… hvað er það sem segir manni að þetta séu ekki bara tilviljanir, hvað er það sem gerir þetta svona dulrænt…
er eitthvað að marka það sem manni er sagt að handan, eru þetta ekki mannlegar sálir, ekki komnar nógu langt til að geta verið hlutlausar út í líf manns…
hvað með verndara,,hvar eru þeir þegar manni líður svo illa að manni langar helst ekki að vakna né draga andan lengur..
Ég veit að það er eitthvað sem fylgir manni og er hjá manni, jafnvel hjálpar manni að ná einhverju takmarki…en svo þegar sálin er að kremjast undan sársauka, þá finnur maður hvergi huggun…hvar er verndarinn þá.. er verið að kenna manni eitthvað, er þetta kannski þraut sem maður á að ganga í gegnum einn???
en þetta er bara hugarangur hjá mér…
þið megið svar þessum spurningum og það væri reyndar alveg einstaklega vel þegið!!!