ok

ég var í skólanum einn daginn, bara ósköp venjulegur dagur :) en svo allt í einu….

ég get nú ekki útskýrt þetta að fullu en ég skal reyna eins og ég get

ég var í skólanum í frímínútum að labba á milli stofa og svo allt í einu þá gleymi ég öllu! ég stóð þarna bara og allt í einu fer ég í gegnum allar vetrarbrautir í þessum heimi, ég sé hverja sól, plánetu og allar stjörnurnar ( svona ekkert ósvipað eins og atriðið í hringadróttinssögu myndinni númer 2 þegar gandalfur var fastur uppí turninum nema þetta var real! ) svo kem ég aftur og fatta að ég hafði staðið þarna í smástund.
fyrir þessa lífsreynslu þá var ég hræðileg týpa af nörd reikna ég með, ég var hræddur að tala við fólk, meira segja hræddur að horfa á það, en vá ég var endurfæddur þarna þennan tíma sem ég stóð þarna og fór í gegnum allar vetrarbrautirnar og í öll sólkerfin.
eftir þetta var ég eins og nýr gaur, ég var ekki hræddur við neitt, nema kannski að fara í fallhlífastökk en það er önnur saga

eini gallinn er að ég er enn að pússla saman sjálfum mér frá þessu atviki, til dæmis með því að hlusta á tónlist þá man ég eftir atvikum frá því ég var yngri, og vel á minnst, ég er 16 ára og er ekki í dópi eða reyki marjúana, ég er ekki í neinum vandræðum eða neinu soleiðis, tóbakslaus

mig langaði bara að vita hvort einhver annar hafi lent í þessu…
eða hvort ég sé “psycho” hehe


kv.
Airam9


ps. þetta er ekki skáldskapur, þetta er mín lífsreynsla