Á þessum vef er mikið rætt um andlegt líferni og andleg mál og ég hef persónulega skrifað nokkrar greinar um það. Þegar að fólk fer að sækjast eftir andlegum málefnum þá er það af einhverri þörf og oftast tómarúmi því að fólk vill fá að skilja hlutina betur. Það er mjög gott að leita í andlegann styrk í amstri dagsins. Það sem að mér finnst hins vegar að fólk má ekki gleyma því að markmiðið hjá okkur öllum ætti að vera að fá aðra sýn á lífið. Maður verður að passa sig á því að gleyma t.d ekki að borga reikningana eða að sinna heimilinu. Það er t.d ekki gott að sitja heilu og hálfu dagana í hugleiðslu eða að fara á miðilsfundi þrisvar í viku. Það sem að mér hefur gefist best er að setjas niður svona 15-20 mín á dag og láta fara vel um mig og hugleiða daginn og hvað mætti t.d fara betur. Þeir sem að eru handann landamæranna segja að milliliðalaus samskipti við okkur séu best. Þegar að þau senda okkur hugmyndir og lausnir við verkefnum dagsins. Maður verður að hlusta betur á þessa litlu rödd sem að hljómar og maður fær t.d eitthvað á tilfinninguna. Þið yrðuð svo hissa hversu oft þið eruð að fá skilaboð án þess að vita af því. Menn eru alltof oft að leita að einhverju sem að er nógu dulrænt við fyrstu sýn. En það eru oft þessu litlu hversdagslegu hlutir sem að skipta svo miklu máli. Eins og þið hafið sjálfsagt svo oft heyrt að þá erum við á þessari jörð til að vinna úr þeim persónuleika og aðstæðum sem að við erum með. Við erum stöðugt að þroskast við ýmis verkefni. Það er það sem að skiptir máli. Að fella háleit andleg markmið inn í okkar daglega amstur og láta okkur þykja t.d meira vænt um hvort annað. Bara það að taka reglulega utan um ástvini sína og segja þeim hversu vænt manni þykir um þá. Að nota hverja stund til að gleðjast og gleðja aðra ef að það er mögulega hægt. Að sjá ljósu punktana þegar að erfiðleikar steðja að. Að gefast ekki upp og finnast allt ómögulegt. Að halda lífinu í jafnvægi. Að þræða þennann gullna meðalveg sem að er oft svo þröngur að nánast ekkert má bregða út af. Biðja verndarana sína oftar um hjálp og lausnir. Ef að maður t.d stendur frammi fyrir einhverju vandamáli að setjast niður í smástund og hugleiða lausnir, standa svo upp og hugsa ekki um það í bili. Lausnin ætti að koma að sjálfu sér. Það er stöðugt verið að aðstoða mann. Og ekki gleyma að maður ber sjálfur ábyrgð á sínu eigin lífi og hamingjan er sjálfsköpuð.
Kveðja Örninn.