Málið er að þú ert á þessari jörð til að læra. Sama hvort þú trúir á Guð eða ekki. Reyndar skiptir trúin ekki neinu máli. Það sem að skiptir máli er að þú vinnir úr þínum göllum og sinnir þeim verkefnum sem að koma fyrir þig í þessu jarðlífi. Ef þér tekst það ekki þá verðurðu annað hvort að koma aftur eða halda áfram með það á næsta tilverustigi. Ekkert ósvipað venjulegum skóla. Það sem að svo gerist þegar að fólk flyst yfir er ofureinfalt. Hefurðu heyrt um árur. Þær eru sá hluti líkama þíns sem að er þér ekki sýnilegur nema að þú sért skyggn eða að þú hafir árumyndavél. Það mætti í raun segja að þú hafir marga líkama og þeir ganga nokkurn veginn hvor ofaní annann. Árulíkaminn er á svo hárri sveiflutíðni að þú sérð hann ekki. Þetta allt er sannað með grunnreglum skammtafræðinnar í eðlisfræði. Þetta ástand sem að árulíkaminn er í er kallað plasma og þú getur spurt eðlisfræðina ef að þú trúir mér ekki. Menn eru alltaf að komast betur og betur að sannleikanum. En vita þó lítið enn sem komið er. Annað mál er að þú ert ekkert síður lifandi þar heldur en hér og það er ekkert yfirnáttúrulegt við það. Það er allt frekar vísindalegt. Hvað varðar Biblíuna þá er hún í raun skilaboð sem að áttu að berast í gegnum marga menn en það sem að gerist oft þegar að skilaboð berast niður á jarðarsviðið er að þau fara forgörðum og misskiljast. Menn á þessum tíma gátu heldur ekki skilið hvað Jesú var að reyna að segja.
In my fathers houst there are many mansions
= ,,í húsi föður míns eru margar vistarverur´´ (skv Biblíunni)
EN ÞAÐ SEM AÐ HANN SAGÐI Í RAUN VAR
,,In my fathers house are many dimensons´´
= ,,Í húsi föður míns eru margar víddir/tilverusvið´´
Menn voru bara ekki færir um að skilja hann.
Annað er að sá sem að hann nefnir föður sinn er kennarinn hans sem að er hinum meginn. Jesú var skyggn og alltaf í beinu sambandi við hann. Taktu líka eftir því að hann talaði bara svona
Hann kallaði allt mannfólk bræður og systur.
Hann var bara að flytja skilaboð sem að menn túlka oft rangt og Biblían er ekkert heilög í sjálfu sér.
Skilaboð eru líka í Kóraninum og eru alltaf að reyna að komast til mannsins
En maðurinn hefur ekki þroska til að skilja þau rétt.
Hann túlkar þau alltaf í sinn hag.
Það er það sem að skiptir máli
Kveðja Örninn