Orkustöðvarnar eru tenging andlega líkamans við efnislíkamann. Orkustöðvarnar og orkubrautirnar tengjast beint við eitla og kirtlakerfið okkar. En það virkar þannig að ef að við erum ekki að misbjóða líkama okkar með því að vera stöðugt að eitra fyrir honum þá á sogæðakerfið að vera nóg til þess að lækna líkamann. Þegar að við róum okkur niður og hugleiðum þá erum við hvað sterkust. Þegar að við erum laus við allar neikvæðar tilfinningar þá erum við móttækilegust. Við getum þá betur tekið á móti orku sem að við fáum senda að handann. Þetta er frekar auðvelt að gera þetta en flestum yfirsést það. Það er svo mikið af góðu fólki hinum meginn sem að meira en vel tilbúið til að senda okkur kraft og orku ef að við kærum okkur um hana. Við verðum bara að setjast í þögn og ró og hugleiða ásamt því að biðja um styrk og kraft. Og trúið mér þetta veitir heilbrigði.
En núna vil ég fjalla um hvaða orkustöðvarnar standa fyrir og vil ítreka það að það verður að vera jafnvægi á millir þeirra. Það gerum við best með ákveðinni hugsun og hegðun.

Fyrsta orkustöðin: Er fyrir efnislegt öryggi.

Önnur orkustöðin: Geymir kynorkuna okkar

Þriðja orkustöðin: Merkir líkamlega orku

Fjórða orkustöðin: Tilfinningaleg tengsl

Fimmta orkustöðin: Tjáninginn og sköpun.

Sjötta orkustöðin: Vitsmunir og Innsæi

Sjöunda orkustöðin: Andleg tenging.


Við erum stöðugt að vinna í gegnum þessar stöðvar og það skiptir miklu máli að halda þessum atriðum í jafnvægi. Ekkert er mikilvægara en það.

Kveðja Örninn