Mér finnst skoðanakannanirnar hér á huga vera dálítið leiðinlegar. Ég hef í seinustu tvemur könnunum ekki getað smellt á neitt vegna þess að það vantar meiri valmöguleika. Í happatölu könnuninni hefði alveg mátt vera einn valmöguleiki sem héti:“ég á enga happatölu Snökt” og í þessarri sem er nú um hvort maður sé næmur mætti alveg vera einn sem héti: “ég trúi ekki á svoleiðis”. Það mundi gleðja mig óheyrilega mikið ef ég fengi eins og flestir hér að koma atkvæði mínu á framfæri í skoðanakönnunum í framtíðinni.

Þó að flestir hér á huga trúi á álfa og tröll þá trúa ekki allir á svoleiðis. Ekki gleyma okkur.(mér)