Hvernig það er að vera í návist dauðans ! Margir hafa pælt í því hvernig það sé að vera alveg við dauðans dyr, sumir bara bíða…en sumir verða of forvitnir. En hérna fáiði nú að sjá algengustu hlutina sem virðast gerast þegar fólk er við það að deyja.

Flestir sem lenda í því að standa við dauðans dyr eða “að upplifa návist dauðans”og lifa af þá reynslu segjast ekki muna hvernig það var, en u.þ.b. einn þriðji getur þó sagt frá einhverju sem gerðist.
Enga tvær slíkar upplifanir eru alveg nákvæmlega eins, en við athuganir frásagna þeirra kemur í ljós að nokkur atriði eru algengari en önnur.

1.Sú tilfinning að viðkomandi fari út út líkamanum og svífi fyrir ofan hann (sálfarir).
Viðkomandi getur stundum lýst því hverjir voru viðstaddir, og stundum meirað segja í smáatriðum.

2.Að finna einsog maður sé að ferðast gegnum dimmt rými eða göng

3.Að upplifa mjög sterkar tilfinningar, allt frá dýpstu sælu að hamlausri skelfingu.

4.Að mæta ljósi. Þetta ljós er ýmist sagt vera hvítt eða gullið. Sagt er að frá því stafi aðdráttarafli og kærleika, en sumir upplifa þetta ljós þó sem vítiseld.

5.Margir fá með einhverjum hætti skilaboðina: ,,Þinn tími er kominn”.

6.Að hitta aðra. Sumir sjá framliðna ástvini eða helgar verur sem stundum tengjast trúarbrögðum viðkomandi.

7.Upprifjun lífsins. Sumir sjá eða endurupplifa atvik, stór og smá, frá æviferlinum – stundum frá sjónarmiði annara og komast að niðurstöðu um hversu fullnægjandi þetta líf hefur verið, og hverju þyrti að breyta.

8.Að koma að landamærum sem geta verið klettabrún, girðing, vatnsfall, einhverskonar lína sem ekki má yfirstíga ef viðkomandi á að geta horfið aftur til lífsins.

9.Sjaldan, en þó kemur það fyrir, upplifir fólk eitthvað sem færir því áður óþekkta vitneskju um lífið, t.d. að viðkomandi sé kjörbarn eða eigi ókunn systkini.

10.Ákvörðunin um að snúa aftur til lífsins getur verið tekin af fúsum vilja eða komið eins og af sjálfri sér. Ef hún er tekin af fúsum vilja tengist hún yfirleitt því að viðkomandi telur sig eiga eftir að rækja skyldur við einhvern eða einhverja.

11.Að snúa aftur til líkamans.


Flest ykkar kannast nú örugglega við eitthvað af þessu frá kvikmyndum og sögum sem flakka milli manna. Sérstaklega þá nr.1, 4, 5. Og nr.7 virðist vera mjög vinsælt í myndum.