Mig langar að vita hvað það er aftur kallað þegar maður hefur ekki hitt einhvern vin sinn í fjöldamörg ár en ætlar svo að fara að bæta úr því og hringja í hann. Svo þegar maður er að fara að taka upp tólið, þá hringir síminn og viti menn, þetta er vinur manns að hringja, bara til þess að láta mann vita að hann er enn á lífi og vildi bara heyra í manni hljóði.

Ég taldi tilvalið að koma með þessa spurningu á huga þar sem að það er víst nóg af fólki hérna sem virðist vita allt um dulspeki… Þ.e. ef um dulspeki er að ræða í þessu tilfelli.

U tell me

Ástarhveðja,
Álfadísin