Hlutskyggni.
Hlutskyggni er á útlendum málum kölluð psychometriasem þýðir sálmæling.
Frumstæðar þjóðir trúa því, að hlutir, sem maður hefur handleikið, séu alltaf í sambandi við hann,hvort sem hann er lifandi eða dauður.Á þessari trú byggist mikið af töfrabrögðum frumstæðra þjóða. Þær halda, að töframenn geti haft
áhrif á menn og fénað til góðs eða ills,- geti t.d. gert menn heilbrigða eða sjúka, ríka eða fátæka, og snúið huga þeirra til ástar eða haturs. En því nær alltaf verða þeir að hafa einhvern þann hlut, er tilheyrt hefði þeim manni,
sem þeir ætla að hafa áhrif á.
Við höfum aldrei algjörlega misst trúna á hlutskyggni. Fólk virðist ennþá trúa á hana, einkanlega þeir, sem safna eftirlátum munum frægra manna.Ef til vill hafa allir þennan veikleika. Hver okkar myndi ekki
langa til að eiga eitthvað sem Napoleon Bonaparte eða George Washington eða einhver annar frægur maður hefði átt.Við vildum miklu heldur eiga hnapp úr frakka hertogans af Wellington heldur en heilan frakka, sem Pétur eða Páll hefði átt.
Og þetta stafar af því að eitthvað af persónuleik hins mikla manns loðir við hnappinn.Margir Hnefaleikamenn eru ákaflega hjátrúaðir og trúa á hlutskyggni, enda virðast þeir hafa miklaástæðu til þess. Sumir fataklefar og sum horn á
hnefaleikasvæðum eru kunn að því að vera óheillavænleg. Ég hef heyrt um sex hnefaleikamenn tapa í röð, og allir sátu þeir í sama horninu í hringnum.
Þetta gengur oft svo lengi,að tilviljun ein virðist ekki geta ráðið.þetta getur auðvitað
verið tilviljun ,en það myndi reynast erfitt að sannfæra keppendurna um það.Sá sem situr í heillahorninu, finnur á sér,
að hann muni vinna, en sá, sem situr í óheillahorninu, finnur á sér að hann muni tapa.
Læknir að nafni DR. Rhodes Buchanan fékk hundrað og þrjátíu stúdenta úr læknaskóla í cinncinnati í ohio til að taka þátt í tilraun með sér fjörutíu og þrír
af þeim skrifuðu undir yfirlýsingu um það, að þeir hefðu, með því að halda á ýmsum efnum og jurtum í hendinni í fimm til tuttugu mínútur, orðið fyrir sömu áhrifum af þeim, eins og ef meðulin úr þeim hefðu verið gefin inn á venjulegan hátt.
Hann reyndi því næst með bréf og komst að því, að sumir menn voru svo næmir, að þeir gátu lýst þeim,sem skrifað höfðu bréfin,
skapferli þeirra og venjum.Stundum fundu þeir líka á sér efni bréfanna.Síðan þetta gerðist, hafa hæfir vísindamenn gert ótal slíkar tilraunir, sem hafa staðfest uppgötvaðir dr.Buchanans.
Gera má ráð fyrir því, að hver maður hafi hæfileika til hlutskyggni,og það er vel þess vert að æfa hana.
Yfirvenjulegir sálrænir hæfileikar eru eðlilegur hluti af sálarlífi okkar, þó að þeir séu því nær alltaf duldir í undirvitundinni.
En með vandlegum tilraunum er hægt að æfa þá og lyfta þeim upp í vökuvitundina.
Engar sérstakar æfingar eru nauðsynlegar til þess að þroska gáfuna, heldur skal reyna eins oft og mögulegt er,
því að iðkunin veitir árangurinn. Mjög er gott að nota bréf við tilraunir þessar.
Áður en þau eru opnuð, skal haldið á þeim um hríð og reynt,hvort maður getur fengið nokkra vitneskju um innihald þeirra.
það getur verið, að vitneskjan beinist í vissar áttir. Einum gétur hepnast að fá vitneskju um í hvaða skapi bréfritarinn var, annar fær að vita efni bréfsins, og sá þriðji getur ef til vill náð eitthvað af orðalagi þess.
Sittu að minnsta kosti þrjátíu mínútur máttlaus í stól og losaðu hugan við allar áhyggjur, en hafðu það fastlega í huga,
að þú ætlir að öðlast hlutskyggni.Gerðu þetta nokkru sinnum á viku, ef mögulegt er, t.d. þrem sinnum; reyndu svo hlutskyggni strax á eftir.
Taktu upp einn hlut í einu og skýrðu frá því upphátt, hvað hugsanir
eða tilfinningar koma fram í huga þínum. Þú skalt ekki búast við því,að sjá eða heyra neitt óvenjulegt, því að hlutskyggni er venjulega algerlega hugræn.
Bestur árangur fæst venjulega með því, að eigandi hlutarins sé viðstaddur, en þetta er ekki nei algild regla.
Orsök þessa er vafalaust sú, að návist eigandans styrkir áhrif hlutarins, því að öll berum við fortíð vora með oss.
Vonandi höfðu þið gaman af þessu :)
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.