Mig langar að spyrja ykkur sem lesið þetta hvað ykkur finnst um það sem ég hef að segja.
Þegar ég var barn átti ég mjög erfitt með svefn. Mig dreymdi alls skonar vitleysu (mikið um djöfla og framandi verur sem ofsóttu mig),ég óttaðist ekki dauðan og fannst það eðlilegastur hlutur í heimi að veggurinn á milli lifandi og dauðra væri örþunnur, þó sá ég aldrei framliðnar pesrónur, en ég skynjaði þær. Þegar ég komst á unglingsárin fóru málin samt að versna ég hætti að gera greinamun á því sem mig var að dreyma og því sem var að gerast, og upplifði ég desjavú mörgum sinnum á dag, þar sem draumar næturinar komu fram. Og áfram hélt þetta versnandi ég fór að sjá skugga af framliðnum persónum. Allar nætur hjá mér urðu að báráttu við verur í svörtum kuflum sem huldu líkama og andlit þeirra. Ég fann að illskan í kringum mig magnaðist án þess að ég réði við neitt. Ég fékk að sjá hræðilegar sýnir af fólki sem var að deyja og var sú versta af Flateyrar snjóflóðinu 2 dögum áður en það varð, það var í eina skiptið á þessum tíma sem ég deildi upplifun minni með einhverjum, mér fannst svo fjarstæðukennd að það yrði snjóflóð að ég sagði vinkonu mínum strax frá þessu og gerðum við gólátlegt grín af þessum rugl draumi enda varð sjokk þeirra meira en mitt þegar við heyrðum að það hefði orðið snjóflóð á Flateyri. Á þessum tíma lenti ég einu sinni í því að miðill gekk að mér og bað mig um að fara varðlega það væri allt svart í kringum mig, þetta fékk svo á mig að ég náði ekki að biðja miðilinn um hjálp gegn þessum öflum, heldur gekk ég í burtu. Ég var hætt að geta farið á staði sem eitthvað illt hafði gerst á, þó svo að ég vissi ekki af því að þar hefði eitthvað illt verið framið, ég bara umturnaðist af hræðslu. Þarna missti ég tókin á lífinu og lenti í mikili neyslu til að reyna að bæla þessa upplifun en gerði bara illt verra, sem ég ætla ekki að fara út í. Þegar ég náði mér upp úr neyslunni, fór líf mitt að batna ég hætti skynja eins mikið og fékk orði frið meiri hluta vikunar þegar ég svaf. En eftir því sem lengra leið á edrú tímann minn fór ýmislegt að láta kræla á sér aftur. Ég fór að fá fyrirvara um andlát og fékk/fæ ég alltaf að sjá það nákvæmlega eins og það verður hjá persónunni sem fellur frá alveg fram að jarðaför hennar. Ég veit hjá hverjum kviknar næst nýtt líf áður en það gerist og finn ég á mér margt annað tengt lífi fólks í kringum mig. En gerist það að illar persónur eða verur koma til mín þó aðalega í draumum og reyna að ná til mín.
ég velti því stundum fyrir mér hvort að ég sé biluð eða hvort þetta sé næmni. Fólk sem trúir á yfirnátturlega hæfileika segja mér að þetta sé næmni og ég sjálf vil trúa því. Mér hefur verið sagt að því eldri sem ég verð því meira mun ég skynja og því meiri verða hæfileika mínir. Ég á mér þann draum ef svo mun verða að geta hjálpað öðrum, bæði lifandi og framliðnum, kannski verðrur þa að veruleika hver veit. Spurning mín til ykkar er sú hvað finnst ykkur sem hafa lesið þetta?
kveðja
Icevirgo