Gagnrýni á þriðja áratug síðustu aldar varð til þess að Freud endurskoðaði kenningar sínar og gerði greinar mun á þeim draumum sem eiga sér rætur að rekja til vökulífsins og hinum sem eiga upptök sín í “frumsjálfinu” eða id.
Jung og Freud unnu saman í stuttan tíma að draumgreiningum en fljótt skildu leiðir vegna ósamkomulags um aðferðir.Jung var sammála að draumar væru mest táknmyndir undirmeðvitundar dreymandans. Aftur á móti varð ágreiningur um hvort draumur væri aðeins afleiðing af einstaklingbundinni reynslu. Kenning Jung um “sammannlega undirvitund” var þróuð útfrá hugmyndum hans um tengsl milli draumtákna og goðsagna og þjóðsagna sem eru runnar af sameiginlegum sögulegu rótum mannkyns. Jung setti einnig fram hugmyndina um “erkitýpu” eða fornmynd.Best er að lýsa erkitýpu sem svo að hún sé eðlislæg eða meðfædd hugmynd/mynstur sem birtist í draumum sem stök mynd eða tákn. Jung greindi hvern draum á þrem sviðum: persónulegu, menningarlegu og erkitýpisku.
Eitt af því sem heillaði mig í bókinni var spurningin: Hvað er fjölskylda? í eðli sínu er auðvitað hugtakið fjölskylda í stöðugri þróun og að mörgu, ef ekki öllu leyti er fjölskylduhugmyndin búin til af samfélaginu. Í víðari skilningi má nota sömu hugmynd ( tengsl,“fjölskylda”) um hverskonar hóp af skyldum eða formlega tengdum hlutum eins og til dæmis er talað um ættir og skyldleika tungumála og í líffræði er orðið ætt notað til að greina skyldar lífverur.
Ég varð líka heilluð af kenningum Jungs um þau fjögur stig sem maður þyrfti að ganga í gegnum til að öðlast sjálfsvitund og/eða verða hamingjusamur. Fyrsta stigið er skugginn, annað stigið hugtakið anima og animus, þriðja stigið mana-persónuleikarnir og fjórða stigið er sjálfið. Markmið sjálfsins er heildin. Jung nefndi þessa ævilöngu leit að innri heild“einsömun”.Eftirákveðnum hætti í persónuleikanum aðlögumst við samfélaginu en þann þátt kallaði Jung persónu. Persóna er sú hlið sjálfsins sem við viljum sýna umheiminum. Vandamál af ýmsu tagi koma upp þegar við, af ýmsum ástæðum, reynum að tileinka okkur persónu sem hentar okkur ekki. Sagt er að persónan mótist upphaflega af væntingum aðilla í umhverfinu- foreldra, kennara, fjölmiðla og umheimsins alls.Eiginleikar tengdar æskilegri hegðun verða þess vegna hluti af persónunni en hegðunar eiginleikar sem samfélagið viðurkennir ekki eru bældir og faldir djúpt í undirvitundinni. Þá duldu þætti kallaði Jung skuggann.
Eftir að hafa lesið þessa bók hef ég hallast að því að þrátt fyrir kenningar Freuds, og hversu þekktur/virtur hann virðist vera í umheiminum finnst mér kenningar Jungs standa nær raunveruleikanum.
Það virðist sem Freud sé með kynlíf ávallt ofarlega í huga þegar talað er um sálarlífið,geðheilsuna jafnt sem ást og drauma.
Hann setti fram fræga kenningu um bernskukynhvöt. Freud áleit kynhvöt fullorðinna þróist útfrá kynhvöt sem þegar er til staðar í bernsku. Freud notaði orðið kynhvöt í mjög víðum skilningi og átti þar með við allt sem tengdist vellíðan eða þrá etir unaði.
Það sem kom mér mest á óvart voru kenningar Freuds um ástina og vísa ég þá til ödípusarduldina. Heitið vísar til til þeirra ómeðvituðu hugmynda og tilfinninga sem snúast um löngunina til að eiga foreldrið af gagnstæðu kyni og losna við hitt.Þessi duld er sögð mótast með sveinbörnum frá þriggja til sjö ára, þegar þeir þrá móður sína og öfunda föður sinn og finna til reiði í hans garð. Persónulega held ég að Freud sé að bera sjálfan sig saman við þessa kennd en ekki kenndir alls mannkynsins, það er að segja karlpeningsins.
Jung hafði allt aðrar skýringar á ástinni. Hann bjó til hugtakið anima sem táknar kvenlega hlið í sál karlmannsins, sem oft er bæld niður í vestrænu nútíma samfélagi. Meðal kvenna táknar animus þá þætti í kvennsálinni sem hefðin skilgreinir sem karllega. Skoðanahroki Freuds reyndi á þolinmæði Jungs. Það sem skildi á milli þeirra, bæði í skapger og skoðunum, virðist hafa átt rætur að rekja til mismunandi aðstæðna í uppvexti. Freud var gyðingur, alinn upp í borg og naut menntunar í raunvísindum. Móðir hans mun hafa verið mjög falleg kona sem dekraði hann og hafði mikið dálæti á honum. Jung var aftur á móti mótmælendatrúar og alin upp í sveit og á ungdómsárum sínum heillaðist hann af hugsjónum rómantísku stefnunnar. Móðir hans var óásjáleg og átti til að fá þunglyndisköst svo hún varð að vera fjarvistum frá heimilinu á sjúkrahúsi langtímum meðan Jung var barn.
Svo það virðist sem svo að samband Freuds við móður sína og bernskureynsla hans varð honum hvati að ödípusarkenningunni. Fjravistir móður Jungs og trúarlegur bakgrunnur hans urðu til að hann leytaði inná við til að finna jafnvægi sálarinnar.
The Dude: I could be just sitting at home with pee stains on my rug.