Ég er búin að vera að lesa um nokkra sem eru ekki vissir um hvort að þeir séu í sálförum eða ekki og ákvað ég því að segja frá því hvernig sálfarir eru…
ég vil benda á að geðlíkaminn er nokkurnvegin sálin og efnislíkaminn er sjálfur líkamin.
Sálfaranum finnst líkaminn stífna og verða ósvegjanlegur. Hann er haldinn þeirr óskemmtilegu tilfinningu að hafa ekki stjórn á eigin líkama. En þessi getuleysis tilfinning hverfur þegar geðlíkaminn hefur skilist fullkomlega frá efnislíkamanum. Sálfarinn sér silfurstreng milli efnislíkamans og hins andlega, streng sem mjókkar eftir því sem fjarlægðin eykst milli líkamana tveggja.
Enda þótt geðlíkaminn virðist vera þyngdalaus og óefniskenndur er skynjun hans óskert, jafnvel sérlega næm. Sálin sér óvenjulega bjarta og skæra liti. Hún finnur að í hinu efnislausa ástandi, utan líkamans, býr hún yfir undarlegum lífsþrótti sem skortir í þeim ham sem hún heldur vera sinn eiginlega líkama. Í rauninni fer geðlíkaminn að virðast raunverulegur og efnislíkaminn hulstur eitt.
Sálin utan líkamans finnur þá fyrst til efnisleysis síns þegar hún ætlar að taka að sér eitthvað fyrir hendur-opna dyr, til dæmis- og hún kemst þá að raun um að hún getur farið gegnum heilt. Henni bregður illilega en fyllist síðan gleði þegar hún tekur að átta sig á því að hún er óháð takmörkunum efnisheimsins. Viljinn einn er vegvísir hennar og farartæki. Að óska sér á einhvern stað jafngildir því að fara þangað.
Ferðir utan líkamans eru sagðar geta varðað mjög mislengi. Sumir skelfast svo hina furðulegu reynslu að þeir voga sér ekki nema fáein fet frá líkamanum og hverfa snarlega til hans aftur. Djarfari sáfarar hafa hins vegar yndi af að nýta og dýpka þessa reynslu, njóta frelsisins og fara um óravíðáttur.
Enda þótt sálfara séu ánæguleg reynsla, kemur þar að sálin tekur að óttast það að fara of langt frá efnislíkamanum, glata sambandinu við hann og verða þannig að rekaldi í ókunnugum heimi. Hún veit með sjálfri sér að andinn - hið efnislausa sjálf - mun lifa áfram með einhverjum hætti en efnislíkaminn hins vegar deyja. Þessi ótti virðist vera sú taug sem dregur sálina aftur að líkama sínum. Sál og líkami renna saman og hversdagslegur veruleikinn tekur við.
Ég vil benda á að þetta var mest allt tekið úr bók sem heitir “Sálfarir” og ef fólk vill skoða þetta betur þá held ég að það sé hægt að fá hana í næsta bókasafni.