Líkamleg fyrirbrigði.- Borðdans
Ég held að margir hefðu gaman að lesa þessa grein þar sem fáir vita hvað borðdans er Því borðdans var stundaður mest á fyrri hluta seinustualdar en síðan kom andaglas Og tók eiginlega við síðan þá hefur borðdans soltið verið að gleymast.
Yfirvenjuleg fyrirbrigði skiptast í tvo flokka, sem aðvelt er að greina í sundur. Andlegu fyrirbrigðin svonefndu eru algjörlega hugræn og enginn verður var við þau,yfirleitt, nema miðillinn sjálfur,en svo nefnd líkamleg fyrirbrigði eru greinilega hlutræn, og hægt er að verða þeirra var með skilningarvitunum.Skyggni, dulheyrn og hlutskyggni eru hinar algengustu tegundir andlegra fyrirbrigða spíritismans, en borðdans,andaglas, högg og líkamningar tilheyra líkamlegu fyrirbrigðum.
Orðið parakinesis eða snertihreyfingar, hefur verið myndað til þess að tákna öll þau líkamlegu fyrirbrigði, þar sem miðillinn eða fundarmenn snerta beinlínis þá hluti sem fyrir áhrifunum verða. Alkunnug dæmi um þetta er andaglas og svo nefndur borðdans.Þegar verið er að eiga við borðhreyfingar, skal gæta þess að vandlega,að fundarmenn sjálfir valdi ekki hreyfingum með vitandi eða óafvitandi vöðvaþrýstingi.
Besta aðferðin við borðdans er sú, að lítill hópur manna sitji saman í kringum létt tréborð og styðji fingrunum lauslega á borðröndina. Ef góður miðill er í hópnum, þá er líklegt að góður árangur fáist, en venjulega þarf þó sálrænan kraft frá öllum hópnum, sem getur þá komið í staðinn fyrir sérstakan miðil.
Borðhreyfingar eru meira komnar undir samstarfi margra manna en aðrar tegundir miðilsgáfunnar.
Mönnum getur því heppnast að fá árangur í hóp, þótt þeir nái því ekki einir.
Borðdans getur verið mjög villandi og svikull, og gjalda skal hina mestu varúð við því, að reiða sig á það, sem getur verið úr undirmeðvitund fundarmanna.
Borðið fer venjulega hægt á stað, byrjar með veikum titringi og endar á stórkostlegum hreyfingum,sem virðast vera skyni gæddar. Hinn sálræni kraftur eða miðilskraftur, sem notaður er við líkamleg fyrirbrigði, er mjög næmur fyrir áhrifum frá björtu ljósi, og ætti því að gera hálfdimmt í herberginu.
Rautt eða blátt ljós er best.Það er undir álitum komið hversu lengi fundir standa, en ef hann stendur lengi, getur það leitt til ofþreytu á taugakerfinu, því að orka sú, sem notuð er við þessi fyrirbrigði, virðist vera skyld venjulegri taugaorku.
Til þess að komast í samband við borðið er best að hafa fyrirfram ákveðið kerfi, t.d. að biðja borðið, eða þá sem því stjórna, að svara með einu höggi fyrir nei,þremur höggum fyrir já og tveimur fyrir óvissu.Eftir það skyldi nota stafróið, þannig að einn fundarmanna hefur það yfir hægt og seint, þangað til að borðið svarar með höggi. Bókstafi þá, sem þannig er merkt við,skal skrifa upp og athuga, þegar skeytið er búið,Hvort nokkurt vit er í því. En tilraunamennirnir verða að vega og meta gildi slíkra skeyta.Tónlist er til mjög mikillar hjálpar við þetta, eins og við aðrar tegundir dulrænna fyrirbrigða
Vonandi höfðu þið gaman að þessum fróðleik en munið bara eitt
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.