Ég var hjá vini mínum í gær og sá svar sem hann hafði sent við grein sem send var inn á dulspeki um allskyns trúar kenningar, hún hét “Vangaveltur um lífið” mjög ágæt grein og ég hafði gaman af henni. En í þessu svari sagði vinur minn “Deathrock” að hann væri hlintur trúleysiskenningunni og kom með nokkur rök fyrir henni. Til dæmis sagði hann að í Biblíunnni sandi að Guð hafi skapað Jörðina á sjö dögum. Ókei ágætis rök því að það hefur verið sannað að jörðin er 4,6 milljarða ára. En segið mér eitt: hvað var dagurinn langur þegar Guð skapaði Jörðina? Nú við vitum öll að samkvæmt Biblíunni var Jörðin ekki til þegar Guð byrjaði að skapa hana svo af hverju halda allir að hann hafi skapað Jörðina á sjö Jaraðar dögum. Jörðin var ekki til þá sem þýðir að það voru ekki heldur til Jarðar dagar.
Svo þetta neð þróunnarkenningu Darwins, ég er hlintur henni en samt trúi ég á að Guð hafi skapað manninn. Þá segja kannski einhverjir að það stangist á vegna þess að það er búið að sanna að maðurinn er kominn af öpum. En pælið í þessu: það er búið að sanna að maðurinn kom á eftir dýrunum því að hann kom af öpum og hann er tiltörulega ungur miðað við Jörðina en í Biblíunni stendur að Guð hafi skapað dýrin á fimmta degi og manninn á þeim sjötta. Þetta stangast bara ekkert á dýrin komu fyrst og maðurinn síðar.
Síðan sagði hann líka að hann hætti að biðja til Guðs vegna þess að hann hefði ekki komið neinu áleiðis og að Guð hafi engu svarað. Skýringin hans á því að hann hefði ekki komið neinu til skila er sú að hann hafi horfst í augu við dauðann fimm sinnum og hann var að pæla hvort Guð væri að reyna að drepa hann. En af hverju dó hann ekki? Ég sagði: “af hverju helduru að Guð hafi verið að reyna drepa þig? Þetta gætu hafað verið tilviljanir og Guð hafi bjargað honum.” Deathrock sagði: “Nei hann bjargaði mér ekkert, það var alltaf einhver annar, sem var nálægt.” Ég vill núna spyrja: Ef Guð hefði viljað drepa hann, hefði Guð þá leift einhverri manneskju að koma í veg fyrir það? Held ekki og hvað þá fimm sinnum.
Meira með bænir. Í South Park þætti(ég veit að það hljómar kannski fárámlega að ég byrji að vitna í það þegar ég er að tala um Guð, því þessir þættir eru oftast algjör steypa) sagði Jesú við einn strák sem kvartaði yfir að Guð léti hann ekki fá það sem hann var að biðja um: “Guð getur ekki látið okkur fá hvað sem er. Lífið snýst um vandamál og að komast yfir þau, ef Guð myndi bara gefa okkur allt þá myndi það takka allt ”living out of life.“” Og þessu er ég sammála.
Svo vil ég koma inn á eitt. Fólk segir: “af hverju að trúa á Guð? það er ekki til nein sönnun um að hann sé til.” Ef það væri til sönnun um að Guð væri til þá þarf fólk ekki að trúa því það veit að hann er til. Hvað snúast “trúar”brögð um? nú trú auðvitað. Ég held að við eigum aldrei eftir að finna sönnun fyriir því að Guð sé til því þá myndi enginn trúa.
Ég vona að þessi grein hafi verið skemmtileg og áhugaverð fyrir ykkur trúleysingja óg líka fyrir þá sem trúa sama hvað þið trúið á.