Jarðarfararathöfn Sæl, Það sem hér fylgir á eftir er athöfn sem ég samdi þegar kötturinn minn dó í haust. Ég hafði átt hann lengi og hann var í raun hluti af fjölskyldunni. Þess vegna byggði ég athöfnina á beinagrind sem gefin var fyrir jarðaför ástvinar. Ég er að skrifast á við konu sem langaði að nota þessa athöfn en tapaði síðan upplýsingunum um hvar ég næði í hana, svo að ég ákvað bara að senda hana hér inn svo að fleirri gætu þá nýtt hana. Ég fæ líka oft spurningar um það hvernig athafnir Wicca framkvæma og þetta er gott dæmi um eina þeirra. Ég ætla svo að setja þetta inn á Wicca.is líka.

Jarðaför Ástvinar

Venjuleg athafnarverkfæri
Vestur stórt hvítt kerti (táknrænt fyrir hið eilífa ljós)
Eitthvað sem Sá látni átti ( í þessu tilfelli notaði ég ól Fróða og nýtti hana sem bjöllu líka )
Kanil reykelsi/eld reykelsi
(Norður skál með salti)(Austur reykelsi/blóm)(Suður kerti)(vestur skál með vatni)

Altari: klætt með svörtu/hvítu
Kerti fyrir Guðinn og Gyðjuna

UPPSETNING ALTARS

I——————————————– ——————I
I Guð Gyðja I
I I
I Reykelsisbrennari I
I I
I Hinn látni - kerti I
I I
I Myndir og annað tengt I
I I
I————————————————— ———–I

Loka hringnum Widershines ( vinstri hringur )

Vestur:

“Í landi sólsetursins
Er <nafn> horfinn
Þögul tár hrynja af augnhvörmum okkar
Megi þau helga hringinn með tilfinningu og ást.&#8221;

Suður:

&#8220;Sál okkar er stjarna
Skínandi björt að eilífu
Í henni speglast hinn eilífi eldur
Megi hann helga hringinn með hugrekki og krafti.&#8221;

Austur:

&#8220;Andardráttur lífsins er eins og höfuðvindarnir
Sem bera okkur gegnum lífið
Hjálpa okkur að breiða út vængina til að rísa aftur
Megi þeir helga hringinn með frelsi.&#8221;

Norður:

&#8220;Allt sem hún gefur okkur, gefum við til baka
Við erum öll hluti af hinum eilífa hring lífsins
Af jörðu ertu komin að jörðu muntu aftur verða
Megi hún helga þennan hring með lækningarmætti&#8221;

Kalla á Guðinn og Gyðjuna með eigin orðum og kveikja á kertunum þeirra.

Snúa til vesturs og kveikja á staka kertinu fyrir eilífa eldinn.

&#8220;Ég kveiki á þessu kerti í nafni eilífrar ástar.
Ekkert deyr í raun, allt er ferðalag umbreytinga.
Sál þín er nú á ferð sinni til vesturs.
Megi þetta ljós leiðbeina þér vel.&#8221;

Segið það sem þið viljið segja við þann látna áður en þið sleppið af því hendinni. Ímyndið ykkur þann látna gangandi í ljósinu og segið.

&#8220;Legðu af stað ástkæri bróðir.
Guðinn og Gyðjan bíða þín.
Leyfðu þeim að leið beina þér í gegnum ljósið sem er hliðið milli þinnar veraldar og okkar.
Við munum hitta þig þegar okkar tími kemur.
Líkt og sólin sem rís aftur munt þú einnig rísa.
Meigir þú endurfæðast á sama tíma og þeir sem þú elskar og þekkir
Og Megum við hittast og þekkjast og elska aftur.

Legðu af stað
Við erum með þér í hjarta okkar, sálu og huga.
Fyrirgefðu okkur ef við erum sorgmædd í dag.
Við elskuðum þig svo mikið.
Þú ert ekki einn.
Þú lifir í gegnum okkur.
Svo lengi sem við lifum munt þú lifa í gegnum okkur.
Við munum bíða þín á næsta Samhain.&#8221;

&#8220;Því dauðinn er aðeins leið til að gleyma, leið til hvíldar, leið til að snúa aftur til upprunans, hvernig sem við sjáum hann. Það segir í fornum texta:

Formað í einhverju nýju líkamlegu gervi
Fæðir önnur móðir afkvæmi
Á stöðugum limum og með skýrum huga
Gengur gamla sálin veginn á ný.&#8221;

Biðjið þögullar bænar fyrir sál þess látna.
Látið kertin brenna á meðan borið er til grafar.
Sá látni borinn til grafar:

&#8220;Standið ekki við gröf mína og grátið
Ég er ekki þar, ég sef ekki,
Ég er vindarnir þúsund sem blása
Ég er glit demantanna í snjónum
Ég er sólin á þroskuðu korni
Ég hið milda haustregn
Þegar þú vaknar í morgunösinni.
Þá er ég tilfinningin sem gagntekur þig
Við þögula fegurð fugla í hringflugi.
Ég er stjörnurnar sem skína um nætur.
Standið ekki við gröf mína og grátið
Ég er ekki þar, ég dó ekki.&#8221;

Grafið yfir settur niður:

Hringurinn opnaður

Lok