Það er dálítið til sem heitir Astral Projection. Þetta hugtak er notað yfir það að ferðast um astral sviðið. Flestir lýsa þesu þannig að þegar þú ert að fara að sofa, kemur svona skrýtin tilfinninga yfir þig. Þér finnst þú þyngjast og sökkva ofan í rúmmið, (eða eins og ég lýsti því þegar ég var lítil, eins og einhver önur manneskja liggi ofan á þér). Andardrátturin er hægur, og eftir smá stundi finnst þér eins og þú lyftist upp. Á endanum ertu kominn alveg upp í loft, og þar sem þú stendur við rúmið þitt, sérðu sjálfan þig liggja í rúminu. Það eru þó sumir sem muna ekki neitt fyrr en þeir horfa á sjálfan sig liggja í rúminu. Margir verða hræddir við þetta, en það er algjör óþarfi. Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar þú sofnar, en þú manst bara venjulega ekki eftir því. Astral Projection er þegar þú mannst þetta, eða gerir þetta af ásettu ráði (sem er hægt, en þarfnast þjálfunnar.) Þegar þú ert kominn út úr líkamanum eins og sumir kalla það, geturu gert hvað sem þú villt, því þú ert núna að ferðast um astral-sviðið. Þar eru engar jarðlegar tilfinningar að þvælast fyrir, og ýmindunaraflið ræður. Ef þú ýmindar þér að þú sért að ganga á ströndinni, ertu að ganga á ströndinni, á þeirri sekúndu sem þú ýmindar þér það. Auk þess, er hægt að mæla sér mót við aðra persónu. Þið gerið þetta bar aá sama tíma og ákveðið að hittast á einum stað! Samt þarftu að vera þjálfaður í þessu til að geta stjórnað því sem þú gerir 100%, því að sálin tekur við ef þú þekkir sjálfan þig ekki nógu vel. Á þennan hátt geturu stjórnað draumunum þínum. Síðan, þá geturu komið til baka af eigin vilja, eða þá að þú sofnar algjörlega og vaknar síðan bara um morguninn og mannst næstum allt eins og þú hafir verið vakandi.
ÉG get sagt ykkur að þetta er hægt. En ég get ekki sannað það. Þetta er eitt af þeim hlutum sem sumir trúa ekki á, og það er í fínu lagi, þeir komast bara að sannleikanum á sama hátt og við hin sem trúum.