Eftirfarandi grein er byggð á texta sem ég las fyrir nokkru en þó með persónulegum viðbótum og breytingum. Þessi grein er skrifuð frá mínum sjónarhóli sem Wicca nornar þannig að þeir sem það vilja geta sleppt því að nöldra yfir að ég sé að fullyrða ósannaða hluti, það er einmitt heildar meiningin :)

Kynning á Göldrum

Inngangur

Galdrar eru allt um kring. Þeir eru partur af daglegu lífi okkar, þótt flestir viti ekki af tilvist þeirra. Það eru þó sumt sem fólk man ennþá eftir. Ég er til dæmis allveg viss að það er ekki ein manneskja sem hefur aðgang að dagblaði sem hefur ekki laumast til að kíkja á stjörnuspánna allavegana einu sinni á ævinni.

Í galdraiðkunn er orðið magic skrifað sem magick til að aðskilja okkar galdra frá sjónhverfingum. Ég nota stundum orðið magía í sama tilgangi. Alvöru galdrar eru hárfín beiting orku sem hægt er að finna og forma ef til staðar er rétt þjálfun og einbeitning. Sumir fæðast með náttúrulega eiginleika til að skynja þessa orku. Stundum er talað um að þetta séu “náttúrulegar nornir”. Þeir sem ekki eru svo heppnir þurfa smá tíma og einbeitingu til að þjálfa sig í notkun hennar, en allir geta lært að nota þennan hæfileika.

Ég trúi því að dýr geti skynjað og notað galdra auðveldlega og náttúrulega. Þetta er þeim náttúrulegt og var einu sinni þannig hjá okkur, þótt samfélagsform nútímans virðist ómeðvitað þjálfa okkur í að hunsa þennann hæfileika. Nú á öld vatnsberans er komin tími til að endurlæra hin fornu fræði.

Hvað eru galdrar?

Ég gæti svarað því með þrem orðum sem hver einasta norn sem er salts síns virði, myndi samþykkja með brosi. Einfaldlega sagt, “ Galdrar eru allt”.

Þessi einfalda skýring veldur oft ruglingi hjá fólki sem hefur ekki upplifað galdrana sem umlykja okkur frá fyrstu hendi. Fyrir þessu fólki kallar orðið galdrar oft upp hugmyndir um fórnir, svarta ketti, illviljaðar bölbænir og allar aðrar algengar mistúlkanir tengdar göldrum.

Án galdra hefði veröldin ekki ennþá skriðið uppúr hellunum. Galdrar eru mun eldri en vísindi og það er reyndar frá þeim rótum sem vísindin koma. Tökum tvö dæmi um dulvísindi, gullgerðarlist og stjörnuvísindi. Í dag er hægt að finna minni úr þessum vísindum í tveimur meiginstefnum almennra vísinda, efnafræði og stjörnufræði. Ekkert hefur í raun og veru breyst í gegnum tíðina. Vísindamennirnir eru ennþá starandi á hluti sem þeir skilja ekki, potandi og plokkandi í þá til að skilja þá betur. Þegar við vitum ekki hvernig eitthvað gerist er það kallað galdrar. Þegar við vitum hvernig og hversvegna eitthvað gerist kallast það vísindi.

Galdrar voru líklegast líka forverar trúarbragða. Þegar mannskepnan leit fyrst inn í kyrra augað í miðju stormsveips, eða setti hendina varlega inní fyrsta eldinn og þurfti að sætta sig við sársauka, missi og þjáningar hlýtur hann að hafa skilið að hann gat ekki útskýrt þessa hluti eða hvers vegna þeir gerðust. Eftir þessa uppgötvun hefur það verið næsta skrefið að trúa því að það væri til afl sem væri sterkara honum sem var orsök þess sem var að koma fyrir hann og ástvini hans. (Það er samt ekki ætlunin að tala um guðina í þessari ritgerð)

Sú stund þegar ég uppgötvaði að galdrar voru í raun allt var frábær mér mjög sérstök og persónuleg. Ég var farþegi í mjög langri ökuferð og var að horfa út um gluggann þegar ég tók allt í einu eftir öllum mismunandi grænu litbrigðunum í grasinu og fjöldanum af tónum blárra lita í himninum. Ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei í raun og veru tekið eftir fegurð náttúrunnar á þennan máta og það var einmitt á þessum tímapunkti sem ég áttaði mig á að það sem ég var að sjá voru galdrar.

Hvað er galdraiðkunn?

Galdraiðkunn er orð sem á við mörg heiðin magíukerfi. Það er mest notað um evrópskar menningarhefðir og er nú til dags oft nefnt í tengslum við hina nýju Wicca trú.

Galdraiðkunn er oft notuð samhliða trúarbrögðum þar sem jörð og náttúra spila stórt hlutverk. Galdraiðkandi er líklegur til að stunda galdra á sama máta og kristinn einstaklingur notar bænina, því að þessar tvær iðkannir eru mjög líkar. Galdur er bænarform nornarinnar, en í stað þess að láta fjarlægan guð um það sem út úr honum á að koma notar nornin hluti úr náttúrunni, orku þeirra og jafnvel söngl eða önnur orð til að stjórna orkum umhverfisins og senda óskina út í alheiminn. Kristin bæn gæti innihaldið það að kveikja á kerti eða reykelsi á helgum stað t.d. kirkju, og notkun orða eins og maríuversa. Norn notar sömu hluti á svipaðann máta – kerti og reykelsi eru notuð, nornin fremur galdurinn á sínum helga stað, innan hringsins og notkun orða og söngva er algeng.

Galdraiðkun er stundum kennd við frumbyggjagaldra, svo sem Norður Amerísku Shaman-indíánanna, eða Galdralæknanna Afrísku, en þótt þetta sé um margt svipað öðrum formum galdraiðkunnar þá svara hvorki galdralæknar né Shamanar því játandi. Þeir eru bara að framkvæma sínar hefðbundnu galdraathafnir sem hafa verið stundaðir innan ættbálka þeirra í aldavís.

Nýleg söguskoðun tengir galdraiðkun myrkum athöfnum, samningum við hinn kristna djöful og öðrum hryllilegum hlutum eins og fórnum, ungbarnamorðum og kynlífssvalli. Þessar lygasögur og ímyndanir byggjast á orðum valdamikilla einstaklinga svo sem presta. Kirkjan aflaði sér peninga og völd á tímum Rannsóknarréttarins eða eins og nornir kalla það, Brennutímarnir. Við megum aldrei gleyma þeim hryllilegu hlutum sem framkvæmdir hafa verið í nafni trúarbragða.

Þeir hlutir sem kirkjan tengir göldrum eru einfaldlega ekki sannir. Það er markmið einstaklinga eins og mín að eyða lygunum sem tengjast trú okkar svo að við munum aldrei þjást eins og forfeður okkar. Ótti ber ábyrgð á þessum hryllilegu ásóknum þröngsýni og ofbeldis, en þekking eyðir á hinn veginn ótta.

Saga galdraiðkunnar er að mestu leyti óþekkt þar sem mikið af þessari þekkingu er týnd og margir af þeim sem voru myrtir á Brennutímunum voru alls ekki nornir. Saga Wicca er auðveldara mál, þar sem hún er frekar nýleg. Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær Wicca byrjaði, þótt að fyrsta skráða heimildin sé líklega skrif Gerald Gardners árið 1954. Wicca er byggt á dulspeki Evrópu fyrir tíma Wicca, sem eru grundvöllurinn fyrir nútíma athöfnum og galdraiðkunn Wiccan.

Hvað getur galdraiðkunn gert fyrir þig?

Galdraiðkunn getur gert mismunandi hluti fyrir mismunandi aðila, en ég skal gefa hérna nokkur dæmi um það sem hægt er að gera ráð fyrir þegar ákveðið er að fylgja heiðinni trú sem inniheldur galdraiðkunn. Þetta er það sem ég hef komist að í gegnum mína eigin reynslu og annarra.

· Aukin tenging við umhverfið
· Aukinn skilningur á okkur sjálfum
· Aukin þekking á náttúrunni og hringrásum hennar
· Aukin virðing fyrir náttúrunni
· Nálægð við Guðaverurunar
· Skilningur á sönnu eðli Guðanna
· Aukinn skilningur á duldum örkum
· Aukið sjálfsöryggi
· Virðing fyrir þekkingu og lærdómi
· Aukin löngun til að flýja formfestu
· Og margt annað

Galdraiðkunn er einstaklingstengd og hvetur til leitar að þínum eiginn sannleika.. Ólíkt trúarbrögðum sem hafa miðlæga trúarkenningu eða guðaveru, sem er leitað í gengnum fulltrúa þess, svo sem presta, leyfa heiðni og galdraiðkunn þér að fylgja þinni eigin persónulegu trú sem fylgja þínum þörfum frekar en almennum trúarþörfum hóps. Það er enginn trúarkenningi, í stað þess eru siðfræðileg viðmið.

Að uppgötva galdra

Eins og áður var nefnt eru galdrar eldri vísindum og leiddu til uppgötvunnar vísindanna. Sem dæmi gullgerðalist, stjarnfræði og jurtafræði. Við getum treyst á orðabókina til að bæta skilning okkar á orðinu vísindi en ekki á sama máta varðandi orðið galdrar, þar sem neikvæðar merkingar orðsins sem hafa myndast eftir ris kristninnar eru innprentaðar í sögu okkar.

Hér fylgja skilgreiningar á þessum orðum úr orðabók Websters:

Science: (n) Systematised knowledge derived from observation, study, and experimentation carried on in order to determine the nature or principles of what is being studied.

Magic: (n) The pretended art of producing effects or controlling events by charms, spells and rituals supposed to govern certain natural and supernatural forces.

Nú er mikilvægt að muna að þessar skilgreiningar koma úr sömu orðabók og skilgreininr norn sem einhvern sem hefur gert samning við djöfulinn. Þannig að ég bið ykkur um að taka skilgreiningunni á göldrum með örlitlum fyrirvara, en munið jafnframt að þetta er sú skoðun sem flestir hafa.

Galdrar eru mjög nátturleg framkvæmd og þú getur séð þá í framkvæmd allt í kringum þig ef þú skoðar náið. Oft myndirðu lýsa þessum aðgerðum sem vísindum allveg eins og gullgerðalist er núna efnafræði og svo framvegis. Þetta gerir aðgerðina ekkert að minni göldrum. Persónulega finnst mér það auka upplifunina vegna þess að þá fær maður að vita hvernig eitthvað af þessum göldrum virkar.

Mín persónulega skilgreining á göldrum væri nokkurn veginn svona:

Galdrar: (no) Náttúrulegar orkur sem streyma gegnum alla hluti. Vísindi sem vantar efnislega sönnun fyrir. (so) Að móta og laga orkur að áætlaðri niðurstöðu.

Þú getur líklega bætt við þessa skilgreiningu eftir því sem þú lærir meira en þetta ætti að duga til að byrja með.

Aðveldasta leiðin til að líta á galdra er að skella sér út í náttúruna

Ef þú kemst ekki út í náttúruna er hægt að fá sömu niðurstöður með því að fylgjast með plöntu heima hjá sér og sólarupprás og sólsetur.

Að kynnast náttúrinni

Hluti af því að kynnast göldrum er að kynnast náttúrunni. Galdraiðkunn er náttúrubyggð trú, það er að segja við virðum náttúruna og vinnum með orkuflæði hennar.

Orkuflæði náttúrunnar hafa vald til að lækna okkur, næra okkur og endurheimta okkur ( í dauðanum). Þessi endurheimt er ekki alltaf í formi milds náttúrulegs dauða. Fellibyljir, jarðskjálftar, flóð og skógareldar eru líka leiðir til endurheimtar. Þetta eru eyðileggjandi aðferðir en skapa rými fyrir nýja sköpun. (Vissirðu til dæmis að sumar plöntur mynda fræ sem þurfa að brenna til að fræið losni til að geta spírað?) Munið að þótt eyðilegging sé fljótlegri og auðveldari, og oft mun tortímandi þegar mannfólkið á í hlut, er ekkert skapað nema með því að eyðileggja eitthvað.. Munið að Guðinn/Guðjan eru í öllum hlutum, frá undri nýs lífs til meira fráhrindandi dauða og hrörnunnar og þeirra sem lifa innan þessa.

Það eru hringrásir í náttúrunni í flestu sem gerist gegnum árið. Við sjáum jörðina verða hlýrri á sumrin og kaldari á veturnar og sjáum afleiðandi breytingar í útliti jarðarinnar. En til að sjá hraðari hringrás getum við til dæmis skoðað tunglhringrásina. Það er hringrás sem gerist á mánaðarfresti og hefur áhrif á hafið og okkur sjálf.