Jæja, ég hef verið aðeins að lesa nokkrar greinar hér á dulspeki og farið að velta hlutunum aðeins fyrir mér. Ég hef aldrei trúað á guð en ég hef alltaf trúað því að það væri samt eithvað yfirnáttúrulegt í þessum heimi, en í kvöld áttaði ég mig á því að það er ekki guð eða neitt þannig, það er ekki hlutur heldur haus. Það sem ég trúi á er í rauninni sjötta skilnigarvitið, nokkvurnskonar blanda af dáleiðslu, ímyndunarafli og trú. Þetta skilningarvit eru menn bara ekki enþá búnir að læra á að stjórna, sumir hafa þó komist mjög nálægt því eins og t.d. dáleiðslumenn og eithvað fólk sem hefur náð ótrúlegri stjórn á einhverju ákveðnu. Þetta virkar einfaldlega þannig að þessir þrír hlutir vinna saman. Ímindunaraflið fær hugmynd og ef þú trúir nógu mikið á að þú getir gert það ferðu á dáleislustigið þar sem ótrúlegir hlutir geta gerst, en vegna þess að menn hafa ekki náð stjórn á þessu skilningarviti enþá þá gerist þetta oftast ómeðvitað enþá og verður því að þessum ótrúlegu reinslusögum, það finnst nefninlega líffræðileg ástæða fyrir þessu öllu. Fyrr á tímum þegar trú á guðum var yfirdrífandi mikil var þetta skilningarvit auðvitað enþá minna þróað svo fólk hafði enþá minni stjórn á því, þið hugsið kanski að það hafi bara verið vegna þess að vísindi voru nánast ekki til á þessum tíma, en lykillinn er akkurat að þegar vísindin voru ekki til staðar var ekkert í gangi um hvort fólk þyrfti að efast um trúnna, nú á dögum eru komnar svo margar kenningar um allt að fólk bara efast um allt sem það ætlar að trúa á.
Þið kannist kanski við aðeins eldri grein hér á huga þar sem einhver fékk alltaf einhverja undarlega tilfinningu þegar hann fór að sofa en þegar hann tók síðan biblíu og kross með í rúmið hvarf allt, þetta var einfaldlega vegna þess að hann trúði að guð væri með honum.
Þetta útskýrir sammt ekki allar draugasögur í heiminum og ég trúi að það sé eithvað meira á bakvið þær heldur en bara þessi skýring. Ég held að það sé eithvað á eftir dauðann. Ethvað í sambani við sálir og drauga en ég er ekki búinn að fá skýringu á því enþá.
Fyrirgefið stafetningarvillur og kanski eithvað skrítna málfræði en þetta var pikkað inn á mjög skömmum tíma.