Fyrir 2 árum síðan fór ég að sjá ja svona ljósveru, eins og ský eða þoka nema það var birta í henni, svona eins og þegar sólin skýn í gegnum þoku. Þessi vera eða verur eru misstórar, raunar hélt ég að þær væru sjóntruflanir fyrst, en sjóntruflanir halda sig ekki í mannsformi og á einhverjum afmörkuðum stað. Ég hugsaði ekkert um þetta fyrst, en svo kom að því að ég gat ekki litið framhjá þessu lengur. Það var um miðjan dag (þetta er ekki draugasaga frá dimmum stöðum) að ég var að taka til í eldhúsinu hjá mér. Að ég sé ljósveru á stærð við 5 ára barn standa hjá dyrunum út úr eldhúsinu. Eins og venjulega gaf ég þessu engann gaum og hélt áfram við mín verk, sá nú samt að þokan var bara bundinn við einn stað en ekki ský á auganu. Eftir smá tíma heyri ég að 2 ára (þá)gamall sonur minn er að koma inn í herbergið. Ég lít við og sé hann koma inn og fara í gegnum ljósveruna.
Og hvílík sjón allt í kringum hann kom geislabaugur, svona birta eins og skín í kringum Jesú á myndum. Nema það voru ekki geislar útfrá drengnum heldur ljósára í kringum hann. Svona til vonar og vara þá er best að taka framm að það var rigning úti og þ.a.l. enginn sól þann daginn. Strákurinn tók ekki eftir neinu, og svo einkennilega sem það kann að hljóma þá leið langur tími þar til ég sagði nokkrum manni frá þessu, ekki vegna hræðslu heldur vegna þess að mér fannst þetta svo eðlilegt einhvernveginn! þar til nokkur tími var liðinn.
Gaman þætti mér að vita hvort eitthvað álíka hefur komið fyrir ykkur, og hvað þið teljið að Ljósverurnar mínar eru (búin að reyna aðrir sjá þær ekki verða bara hræddir)
Kær kveðja
p.s. Sé stundum svona áður en fólk kemur í heimsókn en þær verur eru grárri.
Bæjó