Ég veit að þetta hljómar kannski fáranlega en þetta er dagsatt. Ég er ekki að skálda þetta upp.
Ég hef sofið í sama rúminu í herberginu mínu í 4 ár og aldrei hefur gerst neitt undarlegt eða yfirnátúrulegt áður og svona hlutir hafa aldrei gerst áður fyrr. Bara í þetta eina skipti.
Kvöld eitt er ég fór að sofa þá fann ég fyrir óþægilegri tilfinningu. Ég lagðist upp í rúm og reyndi að sofna en ég gat það ómögulega. Mér leið eins og það væri eithvað undir rúminu. Eithvað illt sem mér fannst vera reyna að komast upp undir rúminu og renna niður bak mér. Ég kíkti undir rúm en það var ekkert þar. Ég svaf ekkert þá nótt og mér kveið fyrir þeirri næstu. Næstu nótt þá var sama tilfinningin til staðar. Auðvitað fannst mér þetta óttalega undarlegt enda hefur ekkert yfirnáttúrulegt komið fyrir mig áður en mér leið alltaf eins og það væri eithvað undir rúminu (Draugur, andi eða eithvað annað. Þriðju nóttina var ég orðin virkilega þreittur á að fá ekki að sofa fyrir þessari tilfinningu. Ég sem er kristinn og hélt að þetta væri illur andi eða eithvað greip ég lítinn kross (hálsmen) og festi það á mig. Um leið og það gerðist þá hvarf tilfinningin. Ég hélt auðvitað að þetta myndi virka næstu nótt líka en ég hafði rangt fyrir mér. Þó ég væri með krossin þá var tilfinningin komin aftur. Þannig að ég greip talnaband með öðrum krossi á og hafði það við hliðina á koddanum. Tilfinningin hvarf og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. En í örvæntingu greip ég biblíuna líka og hafði hana líka með í rúmið við hliðina á koddanum. Eins og áður þá hvarf tilfinningin. Þannig að ég var nú með tvo krossa og biblíuna með mér upp í rúm.
Næstu nætur þá fann ég ekki fyrir tilfinninguni er ég hafði þessa hluti hjá mér og eftir nokkrar nætur þá fannst mér vera nokkuð öruggt að setja þessa hluti á sinn stað. Ég hef aldrei fundið fyrir tilfinnungunni aftur og ég vona að hún komi aldrei aftur. Ég er ekki að reyna að sanna neitt eða koma neinum skilaboðum á framfæri en nú er ég er búin að lesa greinina sem ég hef skrifað þá sé ég boðskap í henni. “Það er alltaf gott að trúa á eithvað, sama hvort það sé einhver guð, sjálfan sig eða málstað.”
Ath. Ég trúi á Guð en ég trúin ekki á biblíuna. Þið skiljið hvað ég meina ef þið lesið bókina “Samræður við Guð” Og þessi atburður er sannleikur. Ég er ekki að skálda þetta upp.
En ég vill spurja ykkur hvað haldið þið að þetta hafi verið. Ég vill bara halda að þetta hafi verið vond tilfinning. En spurningin er. Trúir þú á drauga?