Fólk vill halda það að það skipti einhverju máli hvernig maður deyr, segjum til dæmis bílslys í einum bílnum eru hjón sem voru að koma úr ferðalagi og vilja bara komast heim fljótlega en í hinum bílnum er drengur sem var að koma úr partýi hann drakk ekki of mikið en nóg til að slæfa alla hugsun.
Drengurinn fer til helvítis fyrir þessi einu mistök!
En það er óvíst með hjónin, þau áttu eftir að fara einhvert þegar þau dóu kannski verða þau draugar eða fara beint til himna.
En fólk sem fremur sjálfsmorð? Það fer ekki til himna! En hvert fer það þá? Til helvítis, vegna þess að þeim leið illa og áttu hræðilegt líf þá fara þau til helvítis!
Þetta voru Kristni, Islam og Gyðingdómur
En hvað með karma og annað úr fleiri trúarbrögðum, í Hindú og Búdda þá fæðistu aftur, þannig að ef ég hef svindlað of mikið í ólsen þá verð ég fátækur róni í næsta lífi (kannski dáltið lélegt dæmi) en ef ég var mjög góður og samviskusamur róni þá þarf ég bara að bíða þangað til að ég drepst til að geta orðið ríkur ólsen svindlari í næsta lífi svo ég mun alls ekki geta munað eftir því “þegar ég var fátækur róni”, þetta var Hindú.
En í Búdda þá getur þú ekki fæðst aftur endalaust! Ef þú ert alltaf að gera hlutina vitlaust þá verður þú alltaf að koma aftur til þess að gera þá rétt (hljómar eins og í “Groundhog day”), þá á ég við að þú helgar lífi þínu ekki Búdda, ef þú ert trúr Búdda og ert Búdda munkur þá ertu ekki lengur fastur í þessarri hringvitleysu, en þegar maður deyr þá fer maður þá til Búdda himna?
Ég er Kristin en það þýðir ekki endilega að ég fari til himna né helvítis vegna þess að ég veit ekkert um hvaða trúarbrögð eru “rétt” og þess vegna geta þau öll verið röng!
Þetta sem ég vil kalla líf gæti þess vegna verið dauði og svo þegar ég dey þá lifna ég í rauninni til hins betra lífs!
Ég hef ekki hugmynd um hvert ég fer ef ég dey!
Have a nice day