Góðan daginn lesendur kærir. Eins og þið vitið er maðurinn háður takmörkunum efnis, getu lögmálum rúms og tíma. Sú trú að sál og líkami eru óháð hvort öðru og að sálin lifi eftir dauðann er undirstaða ýmissa heimspekikerfa og trúarbragða. Er hugsanlegt að sálinn geti skilist frá líkamanum, ferðast utan hans og snúið síðan aftur? Trúverðugt fólk í aldanna rás hefur svarað því játandi. Þessar sálarferðir eru þrennskonar. Sú fyrsta er að í sálförum ferðast sálin frjáls um stund og hverfur síðan aftur í líkama sinn. Önnur er andlátsmörk eða andlátsreynsla kallast það er sálin virðist yfirgefa líkamann á mörkum lífs og dauða og stendur á þröskuldi nýs lífs en er þá kölluð aftur í líkamann. Og sú þriðja er við endurholdgun eða sálnaflakk lifir sálin af líkamsdauða og endurfæðist í öðrum líkama. Sagt er að með æfingu er hægt að þjálfa upp þann hæfileika að fara út úr líkamanum að vild óháð tíma og rúmi. Semsagt það eru engin takmörk. Sumir sérfræðingar um sálnarflakk hafa þróað með sér þennan hæfileika og kveða skrá niður ferðir sínar og tímaflakk. Þeir segja að er maður er kominn út úr líkamanum er allt hægt. Maður þurfi bara að hugsa um 1806 og einhver ákveðin stað og allt í einu birtist maður þar. Gengið gegnum veggi, hurðir og flakkað um tímann að vild.
Þetta er virkilega hægt. Ég sjálfur er að reyna mitt besta að æfa mig en leiðbeiningar finnið þið í bókinni sem ég gat mér heimilda í. Þetta hefur ekki tekist enþá enda er ég nýbyrjaður. Til eru fullt af bókum sem fjalla um málefnið, það er bara að byrja að leita.
Hvaða skoðun hafið þið á málefninu?
Heimilda er getið til í bókinni “Sálfarir-Leyndardómar hins óþekkta.” Eftir ritstjóra TIME-LIFE bóka.