Mig langar að deila mið ykkur einni sögu. Sögu sem fékk mig til að trúa:

Þegar ég var agnarlítill peyji, þá lá ég við dauðans dyr. Var með í maganum, hélt engu niðri, léttist og léttist og léttist meir. Annar fóturinn á spítalanum, læknir og svo annar læknir, fleirri rannsóknir; enginn veit neitt. Sem sagt dauðvona agnarlítill peyji. Einn góðann veðurdag, vaknaði þessi snáði, hættur að gráta, hættur að finna til í maganum, hættur að deyja, enginn veit neitt?

Fyrir allnokkru síðan fór mútta að minnast á þetta við mig og þá sagði hún “Mannstu eftir því þegar þú varst lítill og varst að deyja og svo allt í einu lagaðist allt?” “hún amma þín fór til læknamiðils kvöldið áður og hann lofaði að senda til þín verndarengil og hann myndi alltaf gæta þín!”

Mér fannst alltaf svo erfitt að útskýra þetta. þ.e. að hafa alltaf á tilfinningunni að einhver væri með mér, hvert sem ég færi hvað sem ég gerði og hvíslaði að mér þegar ég gerði eitthvað rangt. Ég hélt alltaf að ég væri hálfgeðveikur, algjör ga-ga og dú-dú, en núna veit ég að þetta er verndarengillinn minn og hann mun alltaf vera hjá mér.

Ég bið ykkur að afsaka dramantíkina hjá mér, þetta hefur alltaf fylgt mér svo sterkt og mikið rosalega hefur mér þótt vænt um ömmu mína alla tíð síðan.

Bestu kveðjur;
Krystall