Það sem ég skrifaði í grein Wigga um sálfarir þurfti ekki rökstuðnings við ég vísaði bara í það sem hann skrifaði. Mig grunaði aldrei að þessu yrði tekið illa.
En hver segir að það sé hægt að sanna það nákvæmlega. Ég veit um nokkur dæmi þar sem það hefur ekki verið rétt það sem einhver upplifði.
Gætu þetta ekki bara verið svik?
Wiggi sagði mér einu sinni frá atviki þar sem maður nokkur fór út úr líkamanum og var orðinn nokkuð laginn við það. Hann fór að gera tilraunir og tók þá eftir því að hann hugsaði ekki eins skýrt, sá að hlutir voru öðruvísi en þeir höfðu verið í raunveruleikanum. Mig minnir líka að hann hafi fengið einhverja vini sína með og þeir gerðu eitthvað en maðurinn sá ekki það sem þeir gerðu.
Þessi maður segir að þetta sé eitthvað í líkingu við Skýrdreymi(lucid dreaming). Hann sagðist hafa tekið greinilega eftir því að þetta var ekki eins og raunveruleikinn. Þessi maður var enginn viðvaningur heldur og var búinn að gera þetta í mörg ár. Heilinn skapar einhverskonar eftirmynd af stöðum sem maður hefur verið á og þeir eru svo raunverulegir að manni finnst maður vera þar í raunveruleikanum svífandi um.
ÉG veit að ég benti á svik og pretti áður í greininni og ég veit að það er engin leið að sanna það sem ég er að segja heldur.
Þetta er bara mitt sjónarhörn á sálförum. (ég er ekki sérlega fróður um þessi mál.)
Ég vildi ekki valda neinum reiði. En það eru allir voðalega fljótir að reiðast á þessum veraldarvef.