Bermúda þríhyrningurinn er mjög dularfullt hafsvæði, en þar hafa margir dularfullri atburðir gerst sem enginn hefur áræðanlega skýringu á. Þríhyrningshafsvæðið er í N-Atlantshafi á milli Bermúdaeyja, Flórída og Puerto Rico. En þar hafa mörg skip og margar flugvélar horfið sporlaust og þótt að það sé stormasamt svæði telja menn að það sé ekki eina skýringin.
Bermúda þríhyrningurinn er talið vera eitt hættulegasta hafsvæði nú til dags en þar hafa mörg skip og margar flugvélar horfið með dularfullum hætti. Íbúar Bermúda eyja hætta sér voða sjaldan inná þetta svæði út af þessum dularfullu atburðum, sem er ekki mjög gott fyrir þá því að mjög stór hákarlastofn hefur sig um á þessu svæði og íbúar myndu áræðinlega vera búnir að græða mikið á honum væri hann ekki á þessu forboðna svæði.
Hákarlinn er meðal allra stærstu fisktegunda sem eru uppi nú, en talið er að hann geti náð 7 metra lengd þó algengastur sé hann mun minni eða 2-3 metrar. Hákarlar eru mismunandi á litinn en oftast eru þeir gráir eru grábrúnir, og eru þeir sem eru á þessu svæði kallaðir hamarhausar eða “Hammer head”. Þessar skepnur eru mun hraðskreiðari heldur en íslenski hákarlinn en þeir gætu ekki lifað við strendur Íslands vegna kuldans.
Kjötið á þeim er mjög verðmætt og geta þeir sem náð því selt það á háar upphæðir því þessi stofn er ekki auðfundinn. Einnig er mikið af kórölum á botni þessa hafsvæðis sem gerir það að verkum að mikið líf verður til. Líf á þessu svæði hefur verið ósnert í mörg ár af ótta við að lenda í hættulegum atvikum en þó hafa djarfir rannsóknarmenn lagt leið sína inn í þetta ógurlega hafsvæði og hafa ekki trúað eigin augum út af stórfengleikanum.
Mjög margar skoðanir og kenningar hafa komið upp um afhverju þetta hafsvæði slátrar svona mörgum farartækjum sem fara þar yfir eða kafa undir. Ein frægasta kenningin var sett fram af Dr. Ben Clennel úr Leeds háskólanum árið 1994. Hún felst í því að botninn sé fullur af metangasi( sem er reyndar staðreynd) og að eitthvað af þessu ógurlega mikla metangasi hafi komist upp á yfirborðið og þrýstingurinn sem myndast ef að það myndi gerast er meira er nóg til að sökkva skipi eða sprengja nokkrar flugvélar.
Þetta passar mjög við aðstæður því á öðrum stöðum í heiminum hefur metangas komist frá sjávarbotni upp á yfirborðið og valdið ýmsum usla. En þrátt fyrir þessi dularfullu hvörf hefur ferðamanna straumurinn á nærliggjandi svæði ekki minnkað og má þess geta að Flórida er einn vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu og ísland sker sig ekkert úr.
Ásamt því að hafa stórkostlegan hákarlastofn hefur Bermúda þríhyrningurinn gefið af sér orð fyrir að hafa mjög fjölbreytt líf af hvölum. En Ben Clennel sagði frá stórum háhyrningastofni sem hann hafði rekist á við rannsóknir sínar. Ef þetta er satt sem Ben segir er þetta eitt af fáum svæðum í heiminum þar sem háhyrningar eru saman í stórum hópum en það er ekki á mörgum stöðum. Einn af þessum fáu stöðum er auðvitað landið okkar, ísland.
Þessir stórbrotnu kóralar sem Ben hefur líka sagt frá og tekið myndir af bera þess merki að þeir séu mjög gamlir sem afsannar kenningu Richards Jones um að hafsvæði þetta hafi orðið fyrir rafsegulbylgju sem olli því að öll farartæki sem færu framhjá yrðu fyrir eftirköstum af þessari bylgju sem ylli því að þau myndu missa stjórn á sér og hrapa eða sökkva. Hann sagði ekki nákvæmlega hvenær þetta átti að hafa gerst, bara að þetta hafi gerst á milli 1600 og 1700.
Kóralrifin þarna eru ekki friðuð en hafa samt ekki verið snert alvarlega þannig að þau skemmist.(enda ekki furða) En þau eru þá ein af fáu rifum sem hafa fengið að halda mynd sinni þó að þau séu ófriðuð. Til dæmis eitt flottasta rif sem hafði sést í norður Kínahafi, var eyðilagt við tökur á myndinni The Beach en eyjarskeggjar við eyjuna hafa höfðað margar lögsóknir á hendur framleiðendanna en því miður voru þessi rif ekki friðuð svo ekkert var hægt að gera.
Hvernig öll þessi dýr geta lifað þarna þrátt fyrir allt gasið er talið stórmerkilegt og fyrir þær sakir er fólk farið að draga “Gasskoðun” Dr. Clennels í efa. Það er alveg skiljanlegt þar sem þetta á sér enga hliðstæðu í hgeiminum og þess vegna finnst sum fólki mjög álíklegt að sjávarbotninn sé fullur af metangasi sem hefur náð að brjóta sér leið upp á yfirborðið og hefur fargað mörgum flugvélum og mörgum skipum.
Fólk er meira að segja farið að taka skoðun E.V.W Jones mun alvarlegar sem er ekki einu sinni hlægilegt, það er einstaklega sorglegt. Skoðun Jones fólst ó því að djöfullinn hafi tekið sér bólfestu í þríhyrningnum og hrifsaði til sín skip og flugvélar sem að honum líkaði illa við að færu yfir. Fólk gat í rauninni ekki sannað að þetta væri ekki satt en þetta var harla líklegt þar sem svona mörg dýr lifðu á þessu svæði. Nema náttúrulega ef allir þessir fiskastofnar og fallegu kóralar væru andsetin. Hver veit?
Mjög merkilegt er hvað dýralíf þrífst vel á þessu svæði en öllu mannlegu er eytt ef það kemur nálægt þessu. Það gæti auðvitað verið að eitthvað yfirnáttúrulegt vald sem ræður yfir jörðinni sé að leyfa dýrunum að vera í friði frá bannsettum (bókstaflega) mönnunum og sjá hvernig þau spjara sig. Líf í sjó er í rauninni mikilvægasta lífið sem finnst á jörðinni því allt sem lifir á landi kom upprunalega frá því. Kannski kemur einhver ný lífvera lík okkur mönnunum á land á einhverri eyju inn í þríhyrningunum! ég meina, byrjaði þetta ekki þannig hjá okkur?
Bermúdaþríhyrningurinn er mjög dularfullt og skemmtilegt hafsvæði sem margir hafa farist á og er eitt dularfyllsta fyrirbærið á jarðkringlunni. Þangað geta ævintýraþyrsti eldhugr sem þrá endalausa spennu og margslungin verkefni lagt leið sína í framtíðinni. Það er að segja, ef þeir hafa taugar til.