Daginn,
Ég kom auga á bók eftir Margit Sandemo þegar ég var að leita mér að bók um hið yfirnáttúrulega sem er ekki ein af skáldsögum hennar og verð ég að segja að þetta er ein besta bók sem ég hef lesið um verndarana okkar, Margit hefur bréf frá lesendum greina hennar í bókinni og eru mörg þeirra mjög athygilsverð og fer hún ýtarlega í hvaða málefni fyrir sig.
Ég hugsa að allir hafi heyrt um verndararnir okkar og þær hugmyndir sem um þá koma í bókinni eru margar hverjar mjög athygilsverðar og ég ætla að segja ykkur svolítið um þá og hvernig er hægt að finna þá ef þú veist ekki hvort að þú hafir hjálparveru.
Margir hverjir telja að verndararnir okkar séu englar en hvorki Margit né ég erum því sammála en ég tel samt að margir hverjir telji að þeir(verndararnir) séu englar því að þeir eru svolítið sérstakari og hafa meiri útgeislun og eru léttara er yfir þeim.
Verndarinn þinn er yfirleitt vinstra megin við þig konur eru yfirleitt með karlmann sem verndara og karlmenn með konur, en einnig er gott að vita það að við höfum einn verndara sem okkur er úthlutað þegar við fæðumst og við getum eignast hjálparveru sem er oft á tíðum einhver sem við höfum verið náin.
Verndararnir sína sig ekki oft en þú getur fundið hann en það mun þurfa æfingu!
Allar lifandi verur hafa áru og áran er um 1-2 metra þykk hjá venjulegri manneskju en þeir sem hafa hæfileika á einhverju sviði eru næmari og því er ára þeirra stærri en á venjulegri manneskju!
Það sem þarf til að finna verndarann, hjálparveruna og áruna er tveir 35 cm langir logsuðuprjónar, svona 5 cm frá öðrum endanum á að beygla upp á prjóninn en samt ekki mikið, muna að gera þetta við báða prjónana, þegar prjóanarnir eru tilbúnir er að læra að halda rétt á þeim, taktu laust um stutta endann þumall við vísifingur og hina 3 fingurna laust við lófann, það má ekki halda of fast um prjóanana því að þá geta þeir ekki hreyfst að sínum vilja en heldur ekki of laust því að þá getur þú misst þá, halda skal prjónunum í brjósthæð og ekki lengra en 10 cm frá hvor öðrum.
Best er að reyna að finna áru dýra og planta til að byrja með til að æfa sig og þegar á líður getur þú reynt þetta á vinum þínum og í guðana bænum ekki fara að góla einhvað ef prjónarnir fara að hreyfast hjá þér í fyrsta skiptið þá fer allt í kássu.
En þegar þú getur auðveldlega fundið áru manna þá er það næsta stig, biddu vin þinn um að standa beint fyrir framan þig og taka eitt skref til vinstri, farðu hægra meginn við hann og ef prjónarnir taka ekki viðbragð við neinu biddu hann þá að taka tvö skref til vinsti og farðu vinstra meginn við hann, ef þú finnur ekkert þar reyndu þá að fara aftur fyrir hann eða upp á borð og athuga hvort að verndarinn sé í felum hjá honum.
Munið að áran og verndarinn eru viðkvæm og ekki á stöðugt að vera að áreita hana.
Kv. Taran