Hvað eru draugar???
Ég hef alltaf trúað á drauga, en svo fór ég að pæla, hvað eru draugar eiginlega? Er það dáið fólk, sem dáið hefur óvenjulegum dauðdaga, fyrirfarið sér eða verið drepið? Þá fór ég að pæla, mið hefur dreymt dáið fólk, ömmu mína nokkrum sinnum, afa frænku minnar sem ég hitti aldrei, en hann bað mig að passa eitthvað sem ég aldrei sá fyrir frænku mína, og svo konu sem ég vissi að var dáin og bað mig um hjálp (og hræddi nærri úr mér líftóruna í leiðinni) Eru þetta draugar? Amma mín dó úr veikindum og afi frænku minnar líka, en ef endurfæðing er sönn, afhverju endurfæðast þau þá ekki? Sumir segja að þegar maður sjái drauga, sjái maður í raun bara aftur í tímann. Fólk sem einhvertíma lifði fyrir mörgum árum og var kannski að gera eitthvað sem maður svo sér stundum. En hvað þá með drauga sem stríða og hræða? Tæpast hefur þetta fólk fyrir mörg hundruð árum verið að reyna að hræða okkur?? Æ, nú er ég bara farin að rugla sjálfa mig. Ég vona að þið getið reynt að skýra þetta út fyrir mér.