Ég var að spá í hvað vampírur séu eiginlega og ætla bara að láta það flakka, ekkert er (ó)heilagt. Ég er ekki fróður um vampírur heldur eru þetta svona mínar hugmyndir um þær.
Ég er ekki viss um hvort þessi grein verði samþykkt því að hún verður frekar svona spurnar-umræða, þannig að ef þú ert að lesa þetta sem grein: JAHÚÚ! En ef ekki: BÚHÚHÚ! Ahh.. núna hef ég enga mynd til að senda inn með greininni, ojæja, virkjið ímyndunaraflið (hvað ætli það væri hægt að fá mikla orku úr ímyndunarafli manna ef það væri virkjað?).
Hvað eru vampírur? Það er svona þemað í þessari umræðu og hvaðan eru þær komnar?
Margir segja að vampírur séu verur næturinnar og börn myrkursins (áreyðanlega margt, margt fleira sem ég nefndi ekki) sem þrífist á blóði manna og breyti þeim um leið í vampírur ef þær drekka blóð manns. Einhver vitleysan í Blade var þannig að ef vampírurnar kláruðu blóðið úr fórnarlambinu dó það, ef ekki þá breyttist það líka í vampíru. Vampírur er hægt að drepa með því að reka eitthvað í gegnum hjarta þeirra segja flestar sögurnar og er sagt frá hvernig einhver drap vampíru þannig.
Mínar hugmyndir eru einhvernveginn svona: Ein leið (sem mér finnst ágætlega líkleg og held mig við í þessu) er að vampíran í mannfólkinu sé ekkert annað en baktería, veira eða einhverslags sjúkdómur sem berst milli manna með biti (eins og malaría). Ef einhver sem er núþegar smitaður bítur aðra persónu þá ætti hún að smitast en blóðið væri þá raunlega fæða vampírunnar þar sem blóð er næringarríkt og er líklegt að frumkvöt um villibráð (and LOTS of blood) í matinn sé kveikjan að mataræði þeirra. Þannig að í staðinn fyrir að éta bráðina upp til agna þá eignast sá sem beit ,,afkvæmi“ og fær að éta, þ.e.a.s. tegundinni fjölgar og einhver fær í gogginn.
Er sennilegt að þeim líkar ekki vel við sólina og halda sig þessvegna úr ,,augsýn” hennar en fara á stjá um næturna eins og mörg önnur dýr. Líka er það líklegt að þær séu alveg jafn næmar fyrir sárum og við, mannfólkið (allavega sumir af okkur), en að veiran (eða hvað sem þetta gæti verið) orsaki örari skiptingu frumna í líkamanum sem gerir það að verkum að sár þeirra grói hraðar (ekki jafnhratt og hjá Wolverine í X-men) en hjá venjulegum manni. En að taka út hjartað er álíka áhrifaríkt og að gera það sama við mann, stinga gegnum hjartað=næstum dauður um leið (ALLS EKKI fara að gera þetta!).
Þannig að vampírur eru ekkert annað en dýr, gáfuð dýr. Það sem ég taldi upp er það sem þær eru og svo hefur hið geysiöfluga ímyndunarafl mannins (missterkt eftir persónu(afskaplega sterkt hjá mér)) hefur séð um afganginn af verkinu og gert vampírur að því sem þær eru í dag það sem við höldum).
Þetta er grein eftir ófróðan mann en með skoðanir á hlutunum. Ég hef ekki lesið neitt um vampírur nema sumt sem stendur hér á huga og ég horfi á Buffy :) (það eru góðir þættir, dáldið óraunsæir en það gerir allt bara skemmtilegra.
ATH! Ég trúi ekki á vampírur. ATH!
Jæja, látið allt flakka, ykkar skoðanir, þetta, hitt, you name it…