Hvað er dulspeki og spíritismi?
Spíritismi tengist andatrú og særingum. Hann snýst um að koma á sambandi við anda framliðinna og taka við skilaboðum frá þeim.
Dulspeki er hins vegar mun víðtækara hugtak. Hún snýst um óþekkt eða leyndardómsfull fyrirbæri og tekur því yfir býsna margt.
En byrjum á því einfaldasta: Venjuleg töfrabrögð fela í sér fingralipurð og sjónhverfingar. Sumir nýta sér reyndar dáleiðslu. Við getum vel sagt að töfrabrögð séu einungis saklaus skemmtun og ekki hægt að tala gegn þeim út frá kristinni trú. Þegar hins vegar dáleiðsla bætist við erum við komin á annað stig. Innan sálfræðinnar er talað um ýmis fyrirbrigði sem hægt er að skilgreina sem dulræn.
Í fyrsta langi telepathy (hugsanaflutningur), í öðru lagi clairvoyance (skyggnigáfa) og í þriðja lagi precognition (framtíðarsýn). Sálfræðinga greinir svo á um hvort þessi atriði séu í raun til eða séu einungis ímyndun. Sjálfur er ég sannfærður um að sumt það sem skilgreint er sem dulspeki megi skýra með sálfræðilegum rökum. Hins vegar er ég ekki sammála þeim sem segja að allt slíkt sé sálfræði. Ég tel að illir andar geti stundum nýtt sér óvenjuleg sálfræðileg fyrirbæri.