Matthew Manning sem býr(bjó) í Linton í Englandi og sagðist hafa hitt draug á heima hjá sér árið 1971 þegar hann var aðeins sextán ára. Draugurinn var hins vegar 300 ára gamall og sagðist heita Robert Webbe. Í nokkur ár hafði Matthew samskipti við Webbe, talaði við hann og gerði af honum teikningar. Á teikningunum má sjá hokinn mann, klæddan í sautjándu aldar föt, og gekk sá gamli við tvo stafi.
Seinna varð Matthew var við að hann bjó yfir hæfileika til að skrifa “ósjálfrátt”, líkt og einhver annar stjórnaði hönd hans og penna. Hann skrifaði ótrúlega nákvæmar frásagnir af löngu liðnum atburðum úr sögu staðarins og voru þær fullar af nöfnum og dagsetningum sem aðeins var hægt að finna í gömlum skjölum. Í gegnum þessi samskipti sín við Webbe uppgötvaði drengurinn að hann hafði yfirskilvitlega hæfileika. Hann gat beygt hnífapör með hugarorku, stöðvað úrverk og hindrað flæði rafmagns um raflínur.
Í nokkur ár ferðaðist Matthew um heiminn og hélt sýningar á hæfileikum sínum. Brátt þreyttist hann þó á ferðalögunum og fannst vera farið með sig sem sýningardýr. Hann sneri sér að sálrænum lækningum og fór í fyrirlestraferðir um Evrópu og Ástralíu. Á ferð sinni um Bandaríkin sýndi hann og sannaði að hann gat haft áhrif á starfsemi blóð- og krabbameinsfrumur, jafnvel þótt þær væri innsigluðum glösum. Hann er en þann dag í dag að hjálpa fólki út um allan heim.
Vatn er gott