Fyrir það fyrsta hef ég ekki hugmynd um það af hverju greinarnar komu hjá mér þrisvar. Ég klikkaði bara einu sinni á senda. Skýringin lyggur e.t.v. í því að ég var á ferðalagi og gat eingöngu tengst netinu í gegnum laptop, en þær eru verri ef maður ætlar að vinna e-ð að ráði með þær (bara svona bráðabyrgða) En nú er ég komin heim þannig að allt verður [vonandi] í lægi.
OK þetta verður langt:
Silla:
Ég athugaði málið og komst að því að ég er búin að segja svarið til þín í grein sem heitir: Satanismi sem andleg iðkun? (man ekki alveg hvernig umræðurnar þróuðust). Endilega kíkið á það til þess að ég þurfi ekki að skrifa það allt aftur. En í niðurstaðan var mynnir mig sú að ef við ætlum að bjarga heiminum, er langbest að við fremjum öll sjálfsmorð. Þá fyrst verður heiminum borgið og ekki fyrr.
Random:
Þú ert nú eitthvað alvarlega að misreikna þig. Maðurinn steig ekki niður úr trénu fyrir 50 þús árum heldur fyrir 15 Milljón árum þegar veðurfarið á jörðinni kólnaði og skógar hörfuðu fyrir graslendi, (munaði bara 14.950.000 árum) en þá mynduðust hominídar út frá mannöpum sem eru taldir vera forfeður mannsins og eru með ca. 20 kílóa heila og 400 - 500 cm3.
En þar var lifnaðarháttum þeirra í náttúrunni síður en svo lokið.
Í stuttu máli:
1. Hominídar
2. Australophitecus Afarencis (Lucy: 3 millj.ára gömul)
3. Homo habilis - FYSTI MAÐURINN - lifði í 1/2 millj ár - dó út f. 1,5 millj árum
4. Homo erectus - Félagsvera (20 - 50 í hóp) - dó f. 1/2 millj árum en lifði lengur í Asíu.
5. Neanderdal - dó út f. 34.000 árum
6. Cro-Magnon
7. Nútímamaðurinn dreifðist um allan heim fyrir ca 12.000 árum (og var þá enn hluti af náttúrunni þótt hann hafði hækkað í fæðukeðjunni).
Þannig að þú skilur núna að ég hef ekki hugmynd um hvar þú færð þessa tölu (50 þús ár) út.
Þú sagðir líka:
Mannsbarn sem fæðist og fær enga ummönun og kennslu í atferli, breitist ekki í enhvern frumbyggja sem á eftir að bjargasér heldur mun það deyja, það eru til sannanir fyrir þessu og því geturðu ekki neitað.
…
Gazellu-ungi sem fæðist og fær enga ummönun og kennslu í atferli getur heldur ekki bjargað sér og deyr. Hvað kemur það málinu við? Hins vegar ef barnið fær ummönnun hjá frumbyggjum, verður það líka frumbyggi. Það eru til sannanir fyrir þessu og því geturðu ekki neitað.
OG
Við erum enn með líkamleg einkenni frá forfeðrum okkar (líkamshár, endajaxl, botnlangi) sem við þurfum ekki að nota og því er barnaskapur að ætla að andlegu einkennin hafi horfið.
Til dæmis má sjá að ef að börn (og líka margir fullorðnir) verða hrædd þá fela þau sig gjarnan undir sænginni og ,,frjósa”. Ástæðan er sú að þegar við vorum hluti af náttúrunni, þá var ekki sjálfgefið að undir sæng leyndist gjarnan manneskja. Ef hætta stafaði af, þá var farið í felur og legið grafkyrr, þangað til hættan var liðin hjá. Þetta er okkur meðfætt varnarkerfi sem verður ekki svo auðveldlega sleppt þótt við séum í dag óneitanlega öruggari. Þetta gera dýrin sem enn eru hluti af náttúrunni, enn þann dag í dag sem sýnir að sumt er bara svo gott að það borgar sig ekki að ,,þróast upp úr því”.
Ef þessar gömlu “freudisku” hugmyndir eru útúr sér gengnar, hvernig útskýrirðu þá að þegar stríð skella á (t.d. á Balkanskaga) að venjulegir heimilisfeður fóru að drepa saklausa borgara án þess að blikna og fjöldanauðgun þótti sjálfsagður hlutur. Svo þegar stríðinu var lokið, þá urðu þeir aftur ósköp venjulegir fjölskildufeður?
Btw, ég er ekki í ms
svabbi:
Eins og ég benti á áður, þá er geðklofi EKKI það sama og klofinn persónuleiki. Kynnið ykkur nú málið.