Eitt atvik sem átti sér stað þegar ég var eitt sinn erlendis(engin ástæða tilað nefna staðinn) varð til þess að ég hef stúderað vampírur í mörg ár… Vampírur. hétu uphaflega obiri(slavneska)sem seinna þróaðist yfir í vampir sem er búlgverska. Orðið Nosferatu er komið úr grísku “nosophoros” en bæði hafa þessi orð verið notuð yfir hina djöfullegu veru sem nærist á lífi mann til að viðhalda tilvist sinni. Bæði þessi orð hafa það skillt að þau þýða bæði á frummálinu “pláguberi” og það er hið raunverulega nafn á vampírunni. Vampírur eru ekki menn og þær vita ekki einu sinni af tilvist sinni. Þær fylgja bara frumhvötum sínum(sem eru margar en meðal þeirra er að næra sig) Djöflar? illir andar? við vitum það ekki. Gamla sagan segir að ef köttur stökvi yfir lík verði það að vampíru, fólk sem fremur sjálfsmorð og nornir eiga það til að verða að vampírum líka.Hryllilega heimskulegar og asnalegar bíómyndir einsog Blade,Dracula 2000 og Buffy hafa valdið því að fólk er löngu búið að gleyma uppruna vampírunnar og meira að segja halda sumir því fram að silfur geti drepið þær (það eru varúlfar EKKI vampírur) en hvítlaukur gerir sitt gagn ekki vegna þess að það er vond lykt af honum heldur vegna þess að Hvítlaukur er heilagur. Krossar gera gagn vegna þess að þeir eru heilagir. Mynntin(fimmhyrnd stjarna) sem er tákn Nornarinnar virkar alveg jafn vel og krossar (vampíran er miklu eldri en kristnin). Vampírur geta ekki gengið yfir rennandi vatn líkt og ár og læki (vatn er heilagt og gefur líf) jafnvel og þær geta ekki þrifist í sólarljósi (sem er heilagt og gefur líf). Stika í hjartað hefur líka sinn tilgang en það getur líka verið hnífur eða bara eithvað oddhvast, það er augljóst að hjartað dælir blóði sem er líf vampírunar og hún getur ekki haldið lífi ef það er ónýtt(frekar en menn). Vampírur þola ekki járn (gott að geyma nagla í bandi um hálsin til verndar) og hafa sjíklega þráhyggju fyrir að telja allt sem fellur fyrir framan þær(gott að geyma hrísgrjón í vasanum ef maður er á gangi um nótt). Vampírur drepa ekki bara lítil börn og konur(það eru varúlfarnir) heldur allt sem hefur lífsanda í blóði sínu (skordýr ekki þar með talin)…. ÞAð er algengur misskilningur hjá fólki og í bíómyndum að það sé sjúkdómur í blóðinu sem geri vampírur að því sem þær eru, þetta er rangt, því blóðið viðheldur bara rotnandi líkama þeirra. Vampírur eru verur sem eitt sinn voru menn. Menn sem hafa látist á óheilagan hátt sem gefur þessum djöflum tækifæri til að taka sér bólfestu í líkamanum.

Ég á yfir 50 bækur um Vampírur og hef skrifað 6 ritgerðir um þær… þannig ef það er eithvað sem þið viljið vita ekki hika við að spyrja

Rikimaru