Þar sem mér fannst þetta ekki passa inn í TAROT pistlana ákvað ég að birta þess litlu grein hér.
Þegar ég byrjaði að spá í TAROT ákvað ég þessar reglur sem hér fara á undan og hafa reynst mér vel.
Trúverðugleiki
Aðgætni
Ráðvendni
Orðstír
Tr yggð
Trúverðugleiki
Það sem ég á við með trúverðugleika er að ef maður er ekki viss þá skal maður annað hvort ekki segja það eða láta aðilan vita um að maður sjái það ekki nógu skýrt í spilunum.
Aðgætni
Oft kemur fyrir að einhverjir slæmir hlutir sjást í spilum og því þarf oft að velja vandlega orðin fyrir spyrjandann. Sumir vilja sleppa að segja frá mjög slæmum hlutum því að þeir telja að það muni hvort eð er gerast en persónulega treysti ég dómgreind spyrjandans og vel frekar varfærnislega orðin. Einnig bendi ég spyrjanda á að mörgu sé hægt að breyta í framtíðinni.
Ráðvendni
Alltaf skal sýna fyllstan heiðarleika í samskiptum við spyrjanda og sanngirni.
Orðstír
Með þessu á ég við að þótt maður spái fyrir mörgun eigi maður ekki að vera óvarkárari eða með óvandaðri vinnubrögð. Góður orðstír hjálpar bæði spyrjanda og spámanneskju
Tryggð
Alltaf skal gæta fyllsta trúnaðar og það sem fer á milli spámanneskju og spyrjanda má aldrei fara neitt lengra.
Kveðja,
Abigel