Fyrsta atvikið gerðist fyrir tveimur árum. Klukkan var í kringum sex um morgunin og það var vetur. Allt í einu finnst mér að ég sé vöknuð en ég get ekki staðið upp úr rúminu en ég sé allt mjög MJÖG skýrt inni í herberginu eins og ég sé vakandi. Svo allt í einu sé ég þrjár verur sem líkjast skuggamyndum af mönnum en eru frekar litlar. Þær eru að þreifa á öllu inni í herberginu,skápnum,hillunni og já bara öllu. Svo allt í einu byrjar ein veran að snerta útvarpið mitt sem er ekki með innbyggða vekjaraklukku og er aldrei stillt neitt sérstaklega hátt. Ennþá get ég ekki staðið upp úr rúminu og vakna við alveg geðveikan hávaða og þá er útvarpið farið í gang og stillt í botn.
Um það bil ári seinna þá er ég í sömu aðstæðum,þ.e finnst ég vera vakandi,kemst ekki upp úr rúminu og allt það. Ég er að tala við mann sem situr í sófanum í herberginu mínu og allt í einu stendur ein svona skuggavera við rúmstokkinn minn. Ég spyr manninn hvað hún vilji og hann segir að ég eigi að spurja hana sjálf. Skuggaverann sagðist heita Títró. Ég spyr hvað hann vilji mér og þá byrjar hann að hlægja og aldrei á ævi minni hef ég heyrt eins ógeðslega viðbjóðslegan hlátur. Hann sagði að þegar ég myndi deyja þá færi ég ekki til himnaríkis, heldur til hans og hann myndi passa að ekkert kæmi fyrir mig þangað. Ég lít á manninn í sófanum og spyr hann þá hvort að það sé ekki til neitt himnaríki,hann brosti bara svona hughreystandi og þá vaknaði ég.
Hvað haldið þið? Eru þetta bara rokkaðdáendur úr e-n skuggaheimi sem hafa mjög frumlegan húmor,saklausar martraðir eða eitthvað meira??