8. febrúar 1902 – 29. janúar 1903
26. janúar 1914 – 14. febrúar 1915
13. febrúar 1926 – 2. febrúar 1927
31. janúar 1038 – 19. febrúar 1939
17. febrúar 1950 – 6. febrúar 1951
5. febrúar 1962 – 25. janúar 1963
23. janúar 1974 – 11. febrúar 1975
9. febrúar 1986 – 28. janúar 1987
28. janúar 1998 – 15. febrúar 1999
Ef ykkur líkar hættur og hraði þá er þetta merkið til að slást í för með. Þetta er byltingarmaður með stórar hugsjónir. Hann elskar hætturnar og þolir ekki valhafa, sérstaklega ef það eru hægri menn. Tígurinn er foringjaefnið sem hvetur alla til dáða en ekki treysta því að einhver rökhugsun standi á bak við alls sem hann segir. Hann fylgir tilfinningum, ekki skynseminni. Tígurinn er heppnasta kínverska stjörnumerkið og nær yfirleitt alltaf að redda sér úr vandræðum.
Tígurinn er mjög heillandi og erfitt er að standast persónutöfra hans. Tígurinn vill að allir hlýði sér en sjálfur hlýðir hann engu sem aðrir segir. Tígur sem hlustar á aðra mun komast langt í lífinu og því er það einmitt það fyrsta sem hann verður að læra.
Tígurinn er bardagamanneskja sem veður áfram og er því mjög góður hermaður. Hann stendur fyrir sannfæringu sinni og órættlæti er eldur í hans beinum. Tígurinn er mjög þrjóskur og gefur sig aldrei og þótt hann sé sjálfselskur á köflum þá mun hann samt á endanum vernda hagsmuni heildarinnar. Hann treystir engum og vegna þrjósku sinnar verður hann kallaður þröngsýnn.
Tígurinn hatar kyrrstöðu og andstæðingur gróinna yfirvalda. Hann þolir ekki öryggi heldur vill hann frekar dansa í lausu lofti. Þótt Tígurinn hugsi sjaldan áður en hann framkvæmir er hann samt hræddur við ákvarðanir sem munu skipta miklu máli í lífi hans, þar með talið sambönd. Ástarmál Tígursins er eins og með flest annað í lífi hans, þau enda með ósköpum. Einnig geta aldrei tveir Tígrar verið undir sama þaki.
Tígurinn passar best í samband eða hjónaband með Hestinum eða Drekanum.
Tígurinn skal varast samand eða hjónaband með Apanum eða Uxanum.
Tígur fæddur að degi til mun eiga erfiðara og þurfa að hafa meira fyrir hlutunum heldur en Tígur fæddur an nóttu til.
Barnæska Tígursins mun verða róleg en þegar kemur á unglingsárin munu vandræðin banka upp á. Næsta skeið á eftir mun einnig verða mjög erfitt og ef Tígurinn nær ekki að bjarga sér út úr málunum þá mun ellin jafnvel verða erfiðari.
Steingeit: Tígurinn sem hugsar frekar áður en hann framkvæmir
Vatnsberi: Tígurinn með hausinn í lagi.
Fiskur: Villti Tígurinn
Hrútur: Tígurinn sem veit ekki hvað hámarkshraði er
Naut: Tígur sem hefur kannski of mikið af tilfinningum.
Tvíburi: Hrekkjalómurinn
Krabbi: Risavaxni kötturinn, vill alltaf liggja og kúra.
Ljón: Telur sig vera ljón
Meyja: Sá sem kann að græða
Vog: Tamni Tígurinn
Sporðdreki: Margbrotinn persónuleiki
Bogamaður: Eins mikill Tígur og hægt er.