Hér er svolítið um engla sem ég vildi koma á framfæri.
Englar eru formlausir andar sem sinna ýmsum verkefnum fyrir Guð, og er yfirleitt litið á þá sem sendiboðar Guðs. Ólíkt demónum eru englar góðir andar. Þó þeir séu formlausir er þeim oft lýst sem mönnum í síðum, hvítum fötum, umkringdir björtu ljósi og hafa langa svanavængi. Listamennirnir sem hafa gert þessi listaverk þar sem englum er lýst á þennan hátt hafa gert það samkvæmt skipun kirkjunnar til að sína trúuðu fólki að englar eru mun meira en menn. Samt sem áður hefur hafa englar komið fram útlítandi eins og menn og hafa verið ruglað saman við síka (t.d. í sögunni um Lot).
Í gamla testamentinu eru englarnir sendiboðar Guðs auk þess sem í gamla testamentinu er Satan kynntur í fyrsta skiptið. Það er ekki fyrr en í nýja testamentinu að Satan er kynntur sem Lucifer, fyrstur hinna föllnu engla til að gera uppreisn gegn Guði. Í nýja testamentinu eru englarnir viðstaddir öllum mikilvægum atburðum í lífi Jesús. Hér voru þeir meira en bara sendiboðar heldur sendir af Guði til að að dæma heiminn.
Þar til í nýja testamentinu voru eingöngu tvær englareglur; Seraphim og Cherubim. Í fyrsta skiptið sem englunum var skipt í níu reglur var það gert af Pseudo-Areopagite af Pseudo-Dionysius (snemma á 6. öld) í De Hierarchia Celesti þar sem englunum var skipt í þrjár þrenningar: Seraphim, Cherubim og Thrones (Ophanim) í fyrsta hringnum; Dominions (Hashmallim), Virtues (Tarshishim), og Powers í næsta hring; Principalities, erkienglar og englar í þeim þriðja.
Seraphim: Sagt er að hver sá sem lýti á Seraphim muni samstundis brenna til ösku vegna þeirrar gífurlegrar birtu sem þeir gefa frá sér. Þeim er lýst þannig að þeir séu hávaxnir með fjögur höfuð (eitt höfuð fyrir hverja höfuðátt) og sex vængi, eitt par af vængjum til að fljúga, eitt par til að hylja augun (því ekki einu sinni þeir máttu horfa beint á Guð) og eitt par til að hylja fæturna (talið er að fæturnir hafa verið tákn fyrir kynfærin þeirra). Þeir tilheyra þeirri reglu sem næst er Guði.
Sumir englar sem tilheyra þessari reglu eru: Metatron, Kamuel, Nathanael, Gabriel og Lucifer.
Cherubim: Þeir annað hvort vernda styðja hásæti Guðs eða eru verndar andar. Í Biblíunni er þeim lýst að hafa borið hásæti Guðs og stríðsvagn hans, en urðu seinna taldir til engla. Þeim er einnig lýst í Genesis 3:24 sem vörðum sem gæta inngangar í Eden. Þeir mynda einnig hið miskunnarsama sæti á Örk sáttmálans þar sem upprunalegu boðorðin eiga að vera geymd auk þess sem Guð sjálfur á sér aðsetur. Upprunalega var þeim lýst með fjórum vængjum og fjórum andlitum (manns, ljóns, nauts og arnar). Seinna meir voru þeir teiknaðir sem bústnum, vængjuðum börnum með rjóð andlit eins og flestir þekkja þá í dag. Þeir eru venjulega klæddir í blátt á meðan Seraphim eru klæddir í rautt.
Thrones: Þeir eru þriðju öflugust englarnir og þeir fljótustu. Þeim er lýst sem ‘wheel-like’ verum með ótal augu. Leiðtogi þessarar reglu er sagður vera Raphael.
Dominions: Fjörða reglan af níu. Þeir eru sagðir gera helstu skilduverk Guðs. Sagt er að í þeirra himnaríki hanga stafir hins heilaga nafn Guðs á loftinu. Þeir leiðtogar þessarar reglu sem eru nefndir eru: Zadkiel, Hashmal, Muriel og Yahriel.
Virtues: Þeir eru fimmta regla englanna og sjá um öll kraftaverkin. Einnig kallaðir ‘hinir snilldarlegu’ eða ‘hinir björtu.’
Powers: Sjötta regla englanna. Þeir eru sagðir vera fyrstu englarnir sem Guð skapaði, á öðrum degi sköpunarinnar. Þeirra helsta hlutverk er að vera á verði gagnvart yfirvofandi árás helvítis á himnaríki eða jörðina. Í stríðinu í himnaríki urðu þeir fyrir mesta manntjóninu. Leiðtogi þeirra er sagður vera Chamuel.
Principalities: Sjöunda regla englanna. Leiðtogar þeirra eru Anael, Hamiel og Nisroch (sem seinna varð einn af hinum föllnu englum). Hamiel er sagður hafa tekið spámanninn Enoch til himna þegar hann lést. Annar engill sem tilheyrir þessari reglu er Cervill, þektur sem prins styrksins. Hann er sagður hafa aðstoðað Davíð í bardaga sínum gegn Golíat.
Erkienglar: Áttunda regla englanna. Í Biblíunni eru þeir sendiboðar Guðs. Sem dæmi var það Gabriel sem sagði Maríu mey að hún mundi eignast Jesú. Erkienglarnir eru taldir vera í það mesta sjö. Það eru þeir Michael, Gabriel, Raphael, Uriel, Chamuel, Jophiel og Zadkiel. Michael og Gabriel eru nefndir í Biblíunni, Raphael í Appochrypha og allir birtust í Enoch (VIII, 2). Einnig er sagt að Lucifer hafi verið einn af erkienglunum.
Englarnir eru síðan níunda regla englanna.
Listi yfir fallna engla er að finna í Pardise Lost eftir Milton (bók 1, 392).
Lucifer er líklega frægastur allra hinna föllnu engla því hann stýrði uppreisninni gegn Guði og var varpað í helvíti fyrir vikið. Aftur á móti þá er sagt í kristnitrúnni að Lucifer hafi aldrei farið til vítis. Þess í stað hefur hann ráfað um himnaríki og jörðina í leit að sálum til að spilla og halda fjarri Guði. Svo er sagt í Biblíunni að Lucifer hafi ásamt nokkrum öðrum englum fyrir framan Guð (þá líklegast á himnum) og Guð hafi spurt hann hvar hann hafi verið. Lucifer svaraði honum að hann hafi ráfað um alla jörðina og farið fram og til baka ótal sinnum þar. Lucifer er ekki né hefur verið í helvíti. Þegar stríðinu milli himna og heljar er lokið munu allir andstæðingar Guðs vera varpað í brennandi sulfur (helvíti), en auðvitað aðeins ef Guð beri sigur af hólmi. Einnig má til gamans geta að í Rómvesk-kalþólsku er Lucifer einnig talinn vera engill plánetunar Venus og er þar einnig þekktur sem morgunstjarnan. Nafnið Lucifer þýðir líka ljósaberi (“light-bearer”).
Þessar upplýsingar er að finna á http://www.pantheon.org/areas/all/articles.html og ég hvet alla að skoða þessa síðu því þar er hægt að finna allt það helsta sem tengis goðafræði auk þóðsagna vera.
Kv. lundi86