Ég hef eiginlega ekkert á móti hinum 9 satanísku yfirlýsingum og hef lesið satanísku biblíuna eftir hann Anton og finnst hún bara vera fínasta lessnifti.
<BR>
<BR>
En þó tek ég hana ekki nær eins alvarlega eins og meðlimir Satanísku kirkjunar og aðrar satanískar trúarbragðahreyfingar. Mér finnst nútíma Satanismi vera ágætur sem heimspeki en finnst það þó vera hlægilegt þegar fólk flokkar satanisma undir trúarbrögð.
<BR>
<BR>
Og ef eitthvað af fólkinu hérna á dulspeki hefur áhuga á að verða nútíma satanisti þá finnst mér ekkert að því. Hinsvegar finnst mér samt það vera vitleysa að ganga í Satanísku kirkjuna eða önnur svipuð (eða alveg eins) félög. Þú borgar mikið fyrir inngöngu og færð ekki mikið; það eina sem þú gætir grætt á þeim er smá félagsskapur. Og síðan hefur sataníska kirkjan vont orð á sér. Fólk hefur orðið fyrir morðhótunum og ókurteisi sem ekki hefur átt rétt á sér.
<BR>
<BR>
Sjálfur ber ég ekki mikla virðingu fyrir Anton LaVey því hann var ekki allur þar sem hann var séður. Hann vissi ekki eins mikið um andleg málefni og hann lét uppi þannig að ekki er hægt að treysta fordómum hans gegn öðrum trúarbrögðum. Einnig er talið að hann hafi ekki nennt að skrifa alla satanista biblíuna og að aðeins partur sé skrifaður af honum en restin af öðrum meðlimum í kirkjunni hans. Kirkjan laðaði heldur ekkert sérstaklega aðlaðandi fólk að sér (allavega ekki í fyrstu). Dæmi eru um Ku Klux Klan og aðra rasista á samkomum í kirkjunni og enginn á samkomunum var svartur. Hmmm.. while I remember, Anton var skollóttur…
<BR>
<BR>
En hvað finnst mér um núverandi meðlimi kirkjunnar? Ég veit ekki mikið um þá en það sem ég veit lýst mér ekkert á. Ég hef nefnilega lesið greinar eftir þó nokkra og finnst mér þær vera heldur slappar að vissu leiti. Höfundar greinanna grípa nefnilega æði oft til þess ráðs að gera lítið úr öðrum satanískum hreyfingum og bara bókstaflega öllum trúarbrögðum (reyndar eiginlega alltaf). Oft eru þeir vel upplýstir um verk Antons og stundum fleira eins og vísindaleg og heimspekileg málefni en oftast þá hafa þeir enga hugmynd og andleg málefni. Og að mínu mati eru andlegar iðkanir undistaða trúarbragða.
<BR>
<BR>
Sumir gætu þó bent á helgiathafnirnar og svarta galdurs iðkanirnar í bókinni sem dæmi um andlega iðkun í satanisma. Mér persónulega finnst lítið til helgiathafnanna koma, þær eru ekkert nema orðin ein. Svarta galdurs iðkanirnar í bókinni eru ekki andlegar iðkanir og lít ég á þær sem jafn mikilsvirði fyrir andlegt líf og að öskra á hverjum degi: “Guð please gefðu mér peninga og völd.. please, please, please, ég lofa að vera góður ef þú gerir það”!!
<BR>
<BR>
Satanismi er ekki trúarbragð að mínu mati! Nema að þú lítur á það að segja “ég trúi á sjálfan mig” sem trúarbragð.
Lifi Satan, lifi Guð!