það er engin gjörð sem dýr gera hvert öðru sem maðurinn gerir ekki hver öðrum og það er eftir því sem ég best veit ekki hægt að finna jafn fjölbreytilega grimmd og eigingirni hjá nokkurri annarri tegund en manninum. Það getur verið vegna þess að við séum svo mikið greindari að við erum fær um að upphugsa miklu meira kvalræði (ef við erum á þeirri bylgjulengd) og svo er svo margt sem mönnum finnst þeir verða að gera (til að koma sér áfram=eigingirni) sem orsakar hræðilega meðferð á jörðinni sem við búum á. Ég vildi óska að menn myndu nota greind sýna meira til að horfast í augu við hvaða hluti þeir eru að gera rangt og til að skilja meira varðandi alheiminn, jörðina og samskipti okkar við aðrar verur og hvert annað. En ég meina, ég persónulega hef nú ekki gert margt merkilegt til að bæta ástandið og eftir því sem ég veit hef ég ekki gert það verra, ég sit allan daginn og er í tölvunni eða að lesa og þ.a.l hef ég ekki þurft að horfast í augu við margt sem örvæntingarfullt fólk þarf að horfast í augu við. Aðstæður fólks hafa mikið um þetta að segja, þar ræður sjálfsbjargarhvötin sem við eigum sameiginlega með dýrunum. Ég hef hingað til verið heppin.
Um daginn var ég að horfa á sjónvarpið með vinkonu minni og eitthvað var minnst á hvað höfrungar væru greindir. Þá sagði hún : “Veistu hvað, höfrungar eru geðveikt vondir, þeir drepa börnin sín!” Það sem hún sagði var aðeins lengra en ég man bara að inntakið var þetta. Ég fór að hugsa þetta aðeins og skil ekki hvernig nokkur getur sagt þetta þarsem menn drepa jú líka börnin sín, nauðga þeim, berja þau og ýmislegt fleira viðbjóðslegt.
Menn gera þetta bara alltaf. Ef einhver dýrategund gerir eitthvað grimmilegt þá hugsar fólk “ó þetta er ekki sæta litla skógardýrið sem ég hélt það væri” við erum bara ekkert svo ólík dýrunum, það er málið. Ég trúi ekki að guð hafi sett okkur á jörðina til að ríkja yfir dýrunum, ef greindin væri frá okkur tekin værum við líkaleg mjög lágt sett og ef til vill ekki lengur til. Hinsvegar þróaðist þetta svona. Fairy, þú minntist á að það væri ekki kindunum að kenna þótt þær ætu upp einhver tún heldur þeim sem lokaði þær inná túninu. Það gerir maðurinn og hann er að láta þessar kindur húka á þessu túni étandi upp gras svo þær verði feitar og sællegar, hann geti tekið ullina þeirra eða slátrað þeim svo hann hagnist. Maðurinn notar önnur dýr oftast nær til að hagnast á þeim, ég skil allveg að það þurfi að gera en ekki hversvegna sumir vilja ekki horfast í augu við það að við erum að nota þau í hagnaðarskyni og hugsum oft ekki um velferð þeirra. Mér finnst maðurinn vera versta dýrið á jörðinni og það tilgangslausasta, ef við trúum ekki að það sé einhver guð einhversstaðar sem hefur áhuga á okkur þá er ofsalega lítill tilgangur með því að hafa okkur niðurrifsseginna og skemmdarvargana á þessari (einusinnivarsamtekkiallveg) fögru plánetu. Ég trúi á guð. Hann/Hún/Eitthvað er altumvefjandi lífsafl sem býr í okkur öllum og öllu sem lifir og er hægt að hafa áhrif á með magick, ég tel allar hugmyndir og allt sem er, hefur verið og verður eiga uppruna sinn í þessu afli og að allt muni aftur til þess snúa í áframhaldandi hringrás.
Ég tel líka að í hvert sinn sem dýrategund deyr út vegna offveiði og annarss slíks þá skaði það þetta afl, það veikist og þá er heimurinn ekki jafn góður staður.
Ókey, þá skoðun mín á satanisma :) úff hin ræðan var alltof löng, sorry. ókey, mér finnst biblía satans vera frekar innantóm, sammála fyrsta ræðumanni að mörgu leyti. Mér finnst kirkja Antons La Vey óáhugaverð og ég get ekki ýmindað mér að þeir sem sækja í hana séu að gera það vegna andlegra málefna. Ef það eru til sjálfstætt hugsandi satanistar (?) sem stunda mannfórnir þá eru þeir stórhættulegir og eru sjálfsagt að gera tilraunir á grundvelli þess að ná sambandi við satan eða einhverja djöfla. Mér finnst slíkt viðurstyggilegt. Ef einhver heillast af satanísku biblíu antons la vey þá getur hinn sami glaðst því ótrúlega margar bækur eru eftir til að heillast af. Ef hann hefði lesið þær fyrst mundi hann sennilega hafa dæst og lagt SB frá sér án frekari pælinga um andlegan þroska antons la vey.
Kveðja
Vortex
Vortex, þú verður að fara að nota greinarskil eða e-ð til þess að maður nenni að lesa greinarnar þínar :)
Þetta með kindurnar á túninu var líking.
Ég er að reyna að fá ykkur til að skilja að maðurinn er bara ein af dýrategundum jarðar. Það er ekki við hann að sakast ef einhver dýrategund deyr út. Hann VERÐUR að drepa hana ef hann ætlar að lifa sjálfur (svo bennti ég líka á í seinustu grein að allar aðrar dýrateg. myndu gera það sama). Dýrategundir deyja heldur ekki eingöngu út sökum mannsins. Hvað varð um risaeðlurnar?
Það er EKKI maðurinn sem er að eyðileggja jörðina. Maðurinn eru kindurnar og jörðin er túnið. Hver setti manninn á jörðina?
Fattaru núna?
btw. Ef Íslendingar hefðu aldrei fattað að nota ullina af kindum, værum við ekki hér í dag, v.þ.a. forfeður okkar hefðu dáið út.
Maður á að líta ÖLL dýr með varúð. Þótt þau líti út fyrir að vera lítil og sæt, þá getur útlitið verið blekkjandi. Tökum Risapöndu sem dæmi. Hvejum finnst hún ekki sæt? En ef þú kemur nálægt henni, þá slær hún frá sér og það fast. Það getur (og hefur) verið bannvænnt fyrir menn að vanmeta svona sæt dýr. Höfrungar eru þar engin undantekning, Þeir eru æslafullir og mannvinir, en ef þeir telja hættu stafa að sér, þá verja þeir sig, hvað sem það kostar.
Hei! Væri ekki sniðugt að hafa svona líffræði-áhugamál hér á huga. Hvað segið þið um það vefstjórar?
Er maðurinn tilgangslausasta dýr jarðar? Segðu mér, hvaða tilgangi þjónar belja t.d.?
Auðvitað hefur þú ekkert gert til að gera jörðina verri. Engin okkar hefur það. Það erum við öll. Heildin. Menn OG dýr. En við getum ekkert að því gert, v.þ.a. við verðum öll að lifa. Skv. þinni kenningu ættum við öll að fremja sjálfsmorð til að “save the planet”.
Mín skoðun er sú að jörðin VAR ekki einu sinni falleg. Hún er það enn. Maður verður bara að kunna að horfa.
P.s Hafðu ekki áhyggjur, heimurinn er ekki að farast. (yrði ekki kaldhæðnislegt ef loftsteinn myndi lenda á jörðinni akkúrat þegar ég skrifaði þetta?) :)
0
já það hefði verið kaldhæðnislegt en bara þú hefðir haft tíma til að hlæja, við hin hefðum þurft að farast án þess að fá þessa upplyftingu.
0
Malkav lærðu stafsetningu svo einhver nenni að lesa greinarnar þínar.
Það er villa í tíunda hverju orði
0
Ég hef ekki orðið var við að stafsetning mín geti talist slæm á Huga mælikvarða en mér er svo sem sama þó þú lesir ekki greinarnar mínar.
0