3. “Protection” eða vörn. Protection – Vörn

Það er mjög mikilvægt, þegar þú ætlar að galdra, að hafa vörn. Þú veist aldrei hvaða illu öfl þú getur dregið að þér á meðan á athöfnum stendur. Til eru ótalmörg dæmi um fólk sem hefur verið að fikta við að galdra og ekki byggt upp neina vörn, og hafi lent virkilega illa í hlutunum.

Margir eru ósammála um hvernig á að byggja sér upp vörn. Aðferðirnar eru óteljandi.
Sumir vilja nota áhveðna skykkju sem á að vernda þá frá því illa. Persónulega finnst mér það algjört bull. Það sem flestir gera er að framkvæma áhveðna athöfn, áður en athöfnin á sjálfum galdrinum fer fram.

Einnig er mikilvægt, að þegar þú ert að galdra eitthvað til þín, s.s. peninga eða eitthvað slíkt, að taka það fast fram að engan megi saka til að takmarkinu sé náð. Frægt er dæmið um manninn sem vildi galdra til sín peninga. Hann tók ekki fram hvernig peningarnir ættu að koma í hendurnar á honum, og stuttu síðar lést móðir hans og arfleiddi hann að miklum peningum.
Eins og þið sjáið, þá er ekkert grín að fikta við galdra, og þeir sem eru bara að gera þetta af forvitni, eða af því að það er svo “cool”, sleppið því.

Auðvitað virkar ekki ein vörn á hvern sem er, svo hver og einn verður að finna hvað er best fyrir hann, en hér er svona smá, bara til að sýna ykkur hvernig þetta virkar :


Spell for protection (galdur til að byggja upp vörn) :

Þú þarft : eitt hvítt kerti, eitt rautt kerti, olíu (hvernig olíu sem er, má vera nuddolía, matarolía osv.frv.), blað og blekpenna og rauðan borða.

Þú getur framkvæmt þetta á borði, gólfi eða hvar sem er. Settu hvíta kertið hægra megin og rauða kertið vinstra megin. Hvíta kertið táknar Gyðjuna, en það rauða táknar Guðinn. Kveiktu á kertunum.
Settu blaðið á milli kertanna og dýfðu því næst vísifingri í olíuna og teiknaðu á blaðið, stjörnu, inní hring, eins og sést á myndinni hér að ofan.
Undir stjörnuna, skaltu skrifa í nokkrum orðum, að þú viljir vernd frá öllu illu, eða hverju því sem þú vilt vernd frá.
Fyrir ofan stjörnuna, skaltu svo teikna þitt eigið tákn, sem framvegis mun vera þitt persónulega verndartákn.
Eftir þetta, skaltu rúlla upp blaðinu og binda það saman með borðanum.

Haltu nú blaðinu yfir reyknum af rauða kertinu, án þess þó að það brenni og einbeyttu þér að því sem þú ert að óska eftir (vörn frá illum öflum). Gerðu eins yfir hvíta kertinu. Haltu á blaðinu með báðum höndum.
Að lokum skaltu slökkva á kertunum og dýfa öðrum enda blaðsins í hvíta kertavaxið, til að innsigla það, og gerðu svo eins með hinn endann, dýfðu honum í rauða vaxið.
Nú ætti blaðið að vera innsiglað á báðum endum og þá er athöfninni lokið. Eftir þetta skaltu alltaf hafa vörnina nálægt þér þegar þú framkvæmir galdur.


Eins og ég sagði áðan, þá virkar þetta alls ekki fyrir alla, menn ættu að finna hvað þeim hentar best.