ÁR UXANS

19. febrúar 1901 - 8. febrúar 1902
6. febrúar 1913 - 26. janúar 1914
25. janúar 1925 - 13. febrúar 1926
11. febrúar 1937 - 31. janúar 1938
29. janúar 1949 - 17. febrúar 1950
15. febrúar 1961 - 5. febrúar 1962
3. febrúar 1973 - 23. janúar 1974
20. febrúar 1985 - 8. febrúar 1986
7. febrúar 1997 - 27. janúar 1998

Uxinn er þolinmóður og nákvæmur. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann með rósemi og eftir handbókinni. Hann tekur engar óþarfa áhættur en innst inni er hann mjög frumlegur. Gáfur skortir Uxann ekki og hans mikla sjálfstraust er eitt að ástæðum velgengni hans.

Uxinn er einfari og hleypir fólki ekki að sér. Hann er íhaldssamur á alla hluti og þegar hann ehfur sett reglu þá fer hann eftir henni mestan hluta ævinnar. Þótt Uxinn sé rólegur þá getur honum orðið ansi heitt í hamsi, því skaplítill er hann ekki og er hann eitt af þrjóskustu dýrunum í kínverska dýrahringnum. Varast skal að vera nálægt Uxa þegar hann reiðist því þótt það sé sjaldan þá fer þakið af húsinu þegar það gerist. Á sínu heimili er Uxinn stjórnandinn og enginn fær því breytt. Uxinn þolir ekki nýjungar og allra síst ef einhver fjöldskyldumeðlimur dirfist að taka þátt í þeim.

Þótt Uxinn sé oft á tíðum mjög erfiður í mannlegum samskiptum þá er hann mikill fjöldskyldumaður og í hans augum gengur fjöldskyldan fyrir öllu, jafnvel honum sjálfum. Í staðinn fyrir þetta krefst hann hins vegar algerrar yfirráðar og algerrar hlýðni af hálfu fjöldskyldumeðlima. Ást í augum Uxa er ekkert nema sjálfsagður góður hlutur og aldrei mun hann vera kallaður rómantískur en hann bætir það upp með trygglyndi, blíðu og einlægni.

Uxinn er vinnualki og mun líklega eiga peninga á milli handanna en enginn fær að njóta góðs af þeim nema fjöldskylda hans.

Bernska og unglingsár Uxans eru fremur viðburðalítil. ÞEgar fram líða stundir og Uxinn hefur fest ráð sitt mun fljótlega gæta til hjónabandsörðuleika sem geta endað með skilnaði. Síðasta skeið Uxans mun verða erfitt og stormasamt en ef hann notar þrautseigju sína munu síðastu árin verða mjög ánægjuleg.

Rottan passar best í hjónaband með Hananum, Rottunni og Snáknum.

Rottan skal varast hjónaband með Geit eða Tígri.

Uxi fæddur að vetri til verður hamingjusamari en Uxi fæddur að sumri til, því að á sumrin þarf Uxinn að strita baki brotnu fyrir mat sínum.

Steingeit: Húmorslaus Uxi. Kann ekki að hlægja að heiminum.

Vatnsberi: Rólegi Uxinn. Vill síður hafa fyrir hlutunum.

Fiskur: Lífsfjörugi Uxinn.

Hrútur: Uxi sem ætlar á toppinn. Mjög metnaðargjarn.

Naut: Blíður og hæglátur Uxi.

Tvíburi: Uxinn sem varla er hægt að taka alvarlega fyrir glensi.

Krabbi: Uxinn sem hræðist hina stóru veröld.

Ljón: Uxinn sem er frekar líklegri til að bregða út af vananum.

Meyja: Uxinn sem veit ekki hvað árásargirni er. Ef hann væri ekki svona alvörugefinn og íhaldssamur mætti kalla hann hippa.

Vog: Uxinn sem elskar félagsskap. Veit alltaf hvað hann syngur.

Sporðdreki: Órólegur Uxi. Gefur sig aldrei.

Bogamaður: Eins dæmigerður og hægt er og gengur meðalmennskan jafnvel út í öfgar.