Hvað er að gerast??
Á hverju kvöldi, þegar er ég lagstur upp í rúm og búinn að liggja í smá stund, heyri ég alltaf einhverskonar hljóð. Það mætti líkja því við að á hæðinni fyrir neðan sé borvél stungið í gat og hún látin snúast örfáa hringi, eða eins og taktfast 1-3 sekúndna bank í múrvegg. Fyrst hélt ég að þetta væru aðeins hljóðin í blokkinni sem ég bjó í, en ef hef búið í 2 timburhúsum síðan þá, og alltaf heyri ég þetta hljóð, sama hvar ég legst til svefns, nema að ég tjaldi einhversstaðar. Er einhver þarna sem veit hvað þetta er? Það heyrir þessi hljóð enginn annar en ég….