Hér ætla ég að nota örfá orð til að varpa ljósi á Wicca og í hverju það felst. Það þyrfti auðvitað mörg hundruð blaðsíður til að útskýra það nákvæmlega, ef það er þá hægt.
En þetta er fyrir þá sem hafa ekki minnstu hugmynd um hvað þetta er.
Hvað er Wicca?
Wicca er ákveðin trú. Trú á náttúruna og hin miklu öfl sem henni fylgja.
Wicca er friðsamt og jákvætt hugarfar og lífsviðhorf. Margir halda að þeir sem aðhyllast wicca séu nornir, og að allar nornir séu ljótar með vörtu á nefinu og fljúgi um á kústskafti. Það er bara ekki svoleiðis, nema þá kannski í hollywood heiminum.
“Nornir” eru vanalega mjög meðvitaðar um umhverfi sitt,en þó ósköp venjulegar, þær hafa bara þá eiginleika að kunna að meta náttúruna og meðhöndla þau öfl sem hún býr yfir. Það eru ótrúlega margar leiðir sem fólk notar til að stunda Wicca, og jafn margar hugmyndir sem fólk hefur um Wicca. Aðalatriðið sem Wiccatrúar hafa sameiginlegt er ást þeirra á náttúrunni sem umkringir okkur. Sumir Wiccatrúar stunda galdra, en aðrir ekki. Sumir galdra en aðrir stunda hugleiðslu og enn aðrir stunda sálfarir. Þetta er eins og ég sagði alveg ótrúlega misjafnt. Hver og einn hefur sínar hugmyndir og skoðanir á Wicca, og engir tveir stunda sömu aðferðir.