Þegar ég var 12 ára var frænka mín (köllum hana A.) 13 ára að passa í húsi neðar í götunni minni. Mömmur okkar voru báðar að vinna og enginn heima hjá henni. Um 12 leytið um kvöldið hringir hún í mig grátandi og biður mig um að koma til sín (tek það fram að við vorum alls ekki neinar vinkonur á þessum árum).
Ég fer til hennar og þegar ég labba upp stigann fæ ég veggplatta úr gleri fljúgandi á móti mér. Ég heyri að A. kallar til mín úr stofunni að koma þangað og skríða á hnjánum því þá hitti “hann” ekki. Ég var rosalega hissa og vissi ekkert um hvað hún var að tala en þegar ég er að verða komin inn í stofu (á hnjánum) fæ ég hnúð af kommóðuskúffu í bakið. Ég sný mér við til að sjá hver hafi gert þetta en það er enginn á ganginum. Þegar ég er komin inn í stofu er A. á bak við sófann með annað barnið, 3 ára gamla stelpu. Ég spyr hvar strákurinn sé og hún segir að hann sé inn í herbergi hjá “honum”. Þegar ég spyr hver hann sé, kemst ég að því að A. hefur ekki hugmynd um hver “hann” sé.
Við skiljum stelpuna eftir inni í stofu og förum inn í hjónaherbergið þar sem strákurinn var. Hann stendur í rúminu sínu og er ekki að gráta eða neitt. Hann stendur bara þar (hann var 1 árs) og horfir í átt að náttborðinu. Þá lyftist lampinn á borðinu upp og kemur á móti okkur. Ekki á fullri ferð eins og hitt, heldur hægt og rólega. Hann fer framhjá og að veggnum þar sem er eins og einhver negli lampanum í vegginn og hann splundrast.
Við gripum krakkann og hlupum inn í stofu, tókum litlu stelpuna og fórum út um svalahurðina.
Eftir að við vorum komnar heim til mín var eins og strákurinn leystist úr álögum og hann fór að hágráta.
Enn þá í dag minnumst við A. varla á þetta nema við séum einar, því það er eins og við séum hræddar við að tala saman um þetta.
Nú vil ég vita: Haldiði að þetta hafi verið illur andi í krakkanum eða ærsladraugur?
Við heyrðum aldrei um neitt meira vesen í þessu húsi og fjölskyldan flutti í nýtt hús 3 mánuðum seinna.
“Of course, just because we've heard a spine-chilling, blood-curdling scream