Basic faq´s

Jæja, ég er nú ekkert allt of mikið í þessari dulspeki svo að ég ætla nú bara að gera
smá basic faq´s, sem þýðir það að þeir sem meira vita verða að afsaka smá fávisku :)

—:::—

Pendúlar

Pendúlar eins og þeir gerast bestir eru úr aldagömlum kristöllum. Þú getur ekki notað
hvaða pendúl sem er, þar sem pendúlarnir velja þig. Pendúlar geta aðeins sagt nei og
já, og kemstu að hvað er hvað með því að spyrja í hvert skipti sem þú notar pendúlinn
„Segðu já” og „Segðu nei”. Þegar þú kaupir pendúl spyrðu þessara tveggja
spurninga, leggur á minnið hvernig hann hreyfði sig, og spyrð hann: „Vilt þú vera
pendúlinn minn?”. Hér er smá dæmi um einhvern sem að er að velja sér pendúl:

Byrjun:

„Segðu já (segjum sem svo að pendúlinn snúist réttsælis)”
„Segðu nei (segjum sem svo að pendúlinn fari fram og til baka, ekki til hliðanna)”

Höfnun:

„Vilt þú vera pendúlinn minn?” pendúlinn gerir í þessu dæmi eins og kom fram í
neðri línu “Byrjun”-ar.

Játun:

„Vilt þú vera pendúlinn minn?” pendúlinn snýr sér í hringi eins og kom fram í
“Byrjun”.

Að spyrja Pendúlinn:

Þá byrjaru á því að framkvæma “Byrjun”-hlutinn, en hann á að framkvæma í hvert
skipti sem maður notar pendúlinn. Síðan spyr maður bara, en hafa þarf í huga að
pendúlinn segir bara nei og já. Einnig virkar ekki að spyrja um veraldlega hluti, t.d.
„verð ég ríkur á morgun”, „fæ ég miða á frumsýningu ***** myndar?”. Einnig ber
að hafa í huga að pendúlinn svarar ekki alltaf rétt, maður fær rétta svarið aðeins ef
maður vill fá það af öllu hjarta, en t.d. ekki rétta ef maður vill það fá “nei” þá fær
maður nei sem annars gæti verið “já” í alvörunni.

—:::—

Hvíti- / Svartigaldur

Þetta verður nú bara stutt svona í lokinn því að ég ætlaði mér bara að skrifa u.þ.b. 5
línur um pendúl en ég gleymdi mér svo… :P

Hvítigladur er sá galdur sem ekki flokkast undir meginsyndirnar sjö. Að gera sig t.d.
ósýnilegan er hvítigaldur en um leið og það fer t.d. í tilraun til ágóða með því að stela
einhverju flokkast það sem svartigaldur. Fyrir þá sem ekki vita eru höfuðsyndirnar
þessar:

1. hroki

2. ágirnd

3. frygð

4. reiði

5. græðgi

6. öfund

7. leti

Allir galdrar sem tengjast þessu (eru semsagt í illum tilgangi) flokkast undir
Svartagaldur meðan galdrar sem ætlaðir eru til hjálpar (séu dæmi nefnd) eru
hvítigaldur. Ég bókstaflega nenni ekki að skrifa meira og líka er ég í tímaskorti þá já…
ætla ég að láta þetta vera nóg. Kannski ég taki mig saman seinna og skrifi meira….
„Who knows?¿?”

kv. Amon