Einhver sem getur ráðið þennan draum fyrir mig???
Mig dreymdi, og er búið að dreyma áður, að ég er uppi á lofti heima hjá mér, loftið er fyrir ofan sjónvarpsholið og þaðan er hægt að sjá inn í stofu. Það eru ber sem í eru perur á lágum vegg, og þegar perurnar eru þroskaðar þá hverfa berin og perurnar eru eftir. Í stofunni hjá mér er ljón og ljónsungi. Þau eru róleg í fyrstu, en fara svo að ókyrrast af hungri. Ég borðaði nokkrar perur í draumnum, en svo þegar stóra ljónið var orðið brjálað af hungri varð ég hrædd og fór að henda perunum niður til þess, og það át þær af bestu lyst. Ljónin sáu mig aldrei og ég veit ekki hvort þau vissu af mér, en allavega þá var ég að fela mig þarna uppi, enginn vissi af mér og það var myrkur og veggur sem ég skýldi mér bakvið. Þegar ljónið var orðið rólegt aftur fór ég að hugsa mér til hreyfings niður í íbúðina, en svo vaknaði ég.
Ef einhverjum dettur eitthvað í hug, þá væri vel þegið að fá smá álit á þessum draum.
Kveðja, flixotide