Ég aldist upp á selfossi, í frekar gömlu húsi sem er á móti sundlauginni og barnaskólanum. en það sem ég var að hugsa um að við urðum oft vör við undarlegan umgang í húsinu og mútta er svona kelling sem grúskar í að spá í kaffibolla og dulrænum hlutum.

en það sem hún gerði var að ná í miðil og fékk hann til að skoða húsið og niðurstaðan úr því var að í húsinu byggju andar tveggja gamalla hjóna sem höfðu eitt mikilli vinnu. tíma og peningum í að byggja húsið og þau vour ekkert tilbúin að láta það af hendi þó þau væru dáinn. mig minnir svo að miðillinn hafi farið með bæn og reynt að fá hjóninn til að hugsa sinn gang.

en þetta atvik sem ég man eftir úr æsku hefur fengið mig til að hugsa um hvað verður um okkur þegar við deyjum. munum við koma til með að hanga eftir og laðast að hlutum sem við erum andlega föst við eins og hús. eða húsgögn, eða dragast að kynlífs búllum því kynlíf er fíkn fyrir flesta. eða þá laðast að einhverju öðru.

eða hvort einhver okkar festist við húsið sitt og húsgögnin sem hann eða hún er búin að eiða æfinni í að kaupa og rembast við að lifa á sömu lífsgæðum og allir hinir virðast lifa á.
sumir segja að lífið sé blekkingin, og að deyja sé að vakna upp af draum. en ef maður vaknar upp af draum, en heldur samt áfram að dreyma sama drauminn og neitar að fatta að draumurinn er búin.

ég er farin að halda að maður þurfi endurhæfingu þegar maður fer yfir móðuna miklu og það þurfi stór heylsuhæli þar til að fólk jafni sig á áfallinu.