Úff, hvað menn eru eitthvað viðkvæmir. Það má ekki einu sinni segja “Mig minnir endilega að þessu sé farið á hinn veginn: Ekki að maður eigi að elska sjálfan sig eins og aðra; maður á að elska aðra eins og sjálfan sig,” og þá eru menn komnir í fýlu, fara að uppnefna fólk, gera þeim upp skoðanir, draga ályktanir (af afar hæpnum forsendum) um siðferðisþroska og ég veit ekki hvað og hvað … Jæja, það er þó gaman að þú skulir halda að ég hafi alltaf rétt fyrir mér.
Eina sem ég gerði var að nefna að mig minnti að Jesús hefði sagt að maður ætti að elska aðra eins og hann elskar sjálfan sig, en ekki að maður ætti að elska sig eins og hann elskar aðra. Það er mikill munur á þessu tvennu, eins og reyndi að útskýra fyrir þér. Þetta með mínus og deilingu er ekki útúrsnúningur; þú ferð eitthvað að tala um það að þessar tvær orðanir séu jafngildar eins og í samlagningu og mínus (það skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma í samlagningu og margföldun, eins og þú vilt meina að það skipti ekki máli í hvaða röð ástin kemur í þessu sem við erum að tala um), og ég bendi á að það er ekki rétt, að þetta sé ekki eins og samlagning heldur eins og frádráttur, þ.e.a.s. það skiptir máli í hvaða röð orðin koma. Að segja “Elskaðu aðra eins og sjálfan þig” er bara allt annað en að segja “Elskaðu sjálfan þig eins og aðra”. Sjálfselskan er næstum því eðlislæg (en auðvitað ekki fullkomlega), og flestir bera sinn hag fyrir brjósti. Fyrra orðalagið (þ.e. “mitt”) hljómar mun líkara því sem ég hefði haldið að Jesús hefði sagt.
“Alveg eins og það er sagt að það fari illa fyrir sjálfselskum og eigingjörnum mönnum … ”
Hvað með það þótt það sé sagt? Það verður ekkert réttara fyrir því. Þetta er raunar augljóst bull. Það þarf alls ekki að fara illa fyrir hinum sjálfselsku
“ … og það skal engin segja mér að það sé ekkert athyglisvert að vera sjálfselskur og hugsa bara um sjálfan sig.”
Það er ekkert athyglisvert, og ekki einu sinni athugavert. Ég gæti eytt allri minni ævi í hjálparstarf t.d. í Afríku eða Suður-Ameríku, og ekki þegið neitt fyrir nema mat og húsnæði, og gert það af engum hvötum nema sjálfselskum.
Þú virðist vera einn af þeim sem leggur jafnaðarmerki milli þess að vera sjálfselskur, eigingjarn og ágjarn. Og það er einfaldlega ekki rétt. Ég get verið með endemum sjálfselskur - það er að segja, allt sem ég geri, það geri ég með mína eigin hagsmuni að leiðarljósi - án þess þó að vera eigingjarn eða ágjarn eða neitt slíkt.
“ …til dæmis byggist samfélag á því að fólk hjálpist að.”
Einmitt, þetta veit ég ósköp vel. Og það er ekkert nema sjálfselska af mér að vilja samfélag þar sem allir hjálpast að og vinna saman, því þar mun ég hafa það sem best. Í slíku samfélagi er hagsmunum mínum best borgið, ég mun hafa bestu möguleika á að lifa góðu lífi og börnin mín munu alast upp í besta umhverfinu sem völ væri á.
Þetta er raunar svipað og að t.d. segja satt, eða slá fólk ekki í reiði, og svo framvegis. Ég segi satt eins mikið og ég get, ekki vegna þess að ég telji það vera einhverja skyldu mína, heldur vegna þess að það borgar sig fyrir mig. Mér líður ekki vel ef ég segi ósatt, og ef ég ven mig á að segja alltaf satt, þá mun fólk (það fólk sem skiptir mestu máli, a.m.k.) vita að ég er sannsögull. Og sama má segja um að halda leyndarmál, og svo framvegis og framvegis. Maður gerir þetta af engri ástæðu nema sjálfselskri.
“Það byggist ekki upp á því að hinir fáu ríku sópi til sín eignum á meðan þeir skipta hundruðum sem eiga varla í sig og á.”
Og var ég einhvern tímann að halda einhverju slíku fram?
All we need is just a little patience.